Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Teigsskógur í Þorskafirði.
Teigsskógur í Þorskafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði.

Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin og sú sem sveitarfélagið gerir ráð fyrir í skipulagi. Hins vegar mun hún hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði.

Vegurinn sem þarf að endurnýja liggur frá Bjarkalundi að Skálanesi. Er þetta 20-22 km kafli sem kemur í stað tæplega 42 km krókótts malarvegar sem liggur meðal annars um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Nýi vegurinn á að liggja á láglendi. Er þetta síðasti kaflinn sem eftir er að endurnýja á leiðinni frá Vesturbyggð til höfuðborgarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert