Ræða smíði nýs samningalíkans

Frá ASÍ-þingi áður fyrri.
Frá ASÍ-þingi áður fyrri. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Reikna má með að nálægt 300 fulltrúar komi saman á þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands sem sett verður á Hilton Nordica hótelinu kl. 10 í dag.

Strax á fyrsta þingdeginum verður rætt um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd sem stefnt er á að verði innleitt hér á landi í viðræðum launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda, en það er meðal stærstu mála þingsins.

Á þinginu verður málefnavinna unnin í hópum eftir þjóðfundafyrirkomulagi eins og tíðkast hefur á undanförnum þingum Alþýðusambandsins með góðum árangri skv. upplýsingum ASÍ. Verður áherslan lögð á velferðar- og vinnumarkaðsmál. Á föstudag verður svo kosið í embætti til næstu tveggja ára, þar á meðal til forseta ASÍ, varaforseta og í miðstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert