Skipaður í stjórn Matís fyrir misskilning

Rannsóknarstörf hjá Matís. Mynd úr safni. Ný stjórn var skipuð …
Rannsóknarstörf hjá Matís. Mynd úr safni. Ný stjórn var skipuð á aðalfundi Matís í síðustu viku, en einn þeirra sem skipaðir voru vill ekki taka sæti í stjórninni. mbl.is/Styrmir Kári

Einn þeirra sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í stjórn Matís á aðalfundi stofnunarinnar í síðustu viku vill ekki taka sæti í stjórninni. Í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherra hafi talið sig hafa vilyrði viðkomandi fyrir að taka sæti í stjórninni en það hafi síðan reynst á misskilningi byggt.

Ráðherra hafi því óskað eftir því að stjórn Matís kallaði saman hluthafafund við fyrsta tækifæri, þar sem kosning þeirra sex stjórnarmanna sem kosnir voru á aðalfundinum yrði staðfest og jafnframt kosinn einn nýr stjórnarmaður.

Hefur ráðherra gert tillögu um að það verði Sjöfn Sigurgísladóttir, doktor í matvælafræði, sem var forstjóri Matís á árunum 2006-2010 og þar áður forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert