Slydda víða um land

Það er spáð slyddu víða um land á morgun
Það er spáð slyddu víða um land á morgun mbl.is/Styrmir Kári

Búist er við hvassri vestanátt með suðurströndinni í dag. Í nótt og á morgun kólnar með slydduéljum eða éljum í flestum landshlutum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Vestan 8-15 m/s en 13-20 með suðurströndinni fram eftir degi. Skúrir eða slydduél en lengst af þurrt um landið austanvert. Heldur hægari og úrkomulítið um tíma í kvöld. Suðvestan 5-13 og slydduél eða él á morgun en áfram úrkomulítið austast. Hiti 2 til 8 stig en 0 til 5 stig í nótt og á morgun.

Veður á mbl.is

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, 8-15 m/s en heldur hægari norðan jökla. Skúrir eða él í flestum landshlutum, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast um landið sunnanvert.

Á föstudag:
Suðvestan 8-13 m/s með éljum en hægari og léttskýjað austanlands. Minnkandi úrkoma og léttir til um landið vestanvert síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Hæg austlæg átt og úrkomulítið en útlit fyrir vaxandi austan og norðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert síðdegis. Hlýnar heldur í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa norðaustanátt og úrkomu um allt land, rigningu sunnantil, en slyddu eða rigningu norðanlands. Lægir og dregur úr úrkomu um kvöldið.

Á mánudag:
Lítur út fyrir allhvassa norðanátt og slyddu eða snjókomu norðvestan- og norðanlands en bjartviði annars staðar.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustanátt, bjartviðri og frost í flestum landshlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert