Enn er allt á huldu með framtíð St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn og ríkið eigi áfram í viðræðum um það hver framtíð St. Jósefsspítala verði.

Bærinn hefur hug á því að húsið verði að fullu á forræði Hafnarfjarðarbæjar. Ríkið á 85% í húsinu og Hafnarfjarðarbær á 15%.

„Á þessu stigi sjáum við ekki fyrir hver niðurstaða viðræðnanna verður eða hvenær hún fæst. Þetta hefur tekið langan tíma og það sem deilt er um í þessum viðræðum er vitanlega peningar, þ.e. hversu mikils virði húsið er,“ sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert