Hvar er Goran?

Þórunn hefur ekkert heyrt frá Goran Renato síðan hann var …
Þórunn hefur ekkert heyrt frá Goran Renato síðan hann var fluttur úr landi fyrir tveimur vikum. mbl.is/Hallur

„Ég hef ekkert heyrt frá honum. Ég hef ekki séð nein ummerki um að hann hafi verið nettengdur. Hann hefur ekki séð skilaboð sem ég hef sent honum og ekki brugðist við neinu þar,“ segir Þór­unn­ Ólafs­dótt­ir, for­maður sjálf­boðaliðasam­tak­anna Akk­er­is, í samtali við mbl.is.

Gor­an Renato, sem er frá Kúr­da­héruðum Íraks, var fluttur úr landi fyrir nákvæmlega tveimur vikum. Þórunn tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og spyr hvar Goran sé eiginlega niðurkominn?

Frétt mbl.is: Segir vinnubrögð lögreglu undarleg

„Vinur hans í Írak samband við mig og spurði hvort ég vissi hvar hann væri því hann hafði áhyggjur af honum,“ bætti Þórunn við.

Frétt­ir af Gor­an vöktu mikla at­hygli hér á landi fyrr á ár­inu, þegar hann átti þó enn eft­ir að drepa hér niður fæti. Ástæðan var frá­sögn Þór­unn­ar sem þá var stödd á Les­bos, af kynn­um henn­ar og Gor­ans. Sagðist Gor­an hafa kynnt sér málið vel, hvaða lands hann vildi koma til og „ætlaði til lands sem væri ekki yf­ir­fullt af fólki og myndi ef­laust hjálpa hon­um, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ skrifaði Þór­unn í janú­ar.

Frétt mbl.is: Flytja á Goran úr landi

Núna eru liðnar tvær vikur

Þórunn hafði ekki áhyggjur af Goran fyrstu dagana, enda sagði fólk sem hefur reynslu af kerfinu að það gæti verið erfitt að ná sambandi við fólk fyrstu dagana eftir að það er sent úr landi. „En núna eru liðnar tvær vikur.“

Hún hefur vitanlega áhyggjur af vini sínum og þessu ferli þegar fólk er flutt úr landi. „Það er hægt að senda fólk sem kemur hingað og er að leita að vernd úr landi án þess að það fylgi því einhver ábyrgð. Einnig er alvarlegt mál að ég veit ekki hver er starfandi innanríkisráðherra núna í veikindum Ólafar. Ég hef reynt að ná sambandi og komast að því en þær upplýsingar liggja ekki á lausu. Það væri þægilegt að vita hver er yfir málaflokknum.

Getur lítið gert

Þórunn getur lítið gert annað en að bíða og vonast til þess að heyra frá Goran aftur. „Ég get ekki mikið gert. Ég hef engan rétt á að fá opinberar upplýsingar, ég er ekki ættingi og tengist Goran ekki formlega,“ segir Þórunn en hún útilokar ekki að búið sé að senda Goran aftur til Íraks, þaðan sem hann flúði upphaflega:

„Ég veit það ekki en það er ekki útilokað. Ég veit að það hefur verið að gerast í Þýskalandi nýlega að fólk er endursent til Íraks. Kerfið í Þýskalandi er komið að þolmörkum og auðvitað kemur það niður á fólki sem er að bíða eftir málsmeðferð. Þýskaland er talið öruggt land en mér finnst skrýtið að Evrópulönd stigi ekki inn í með þeim sem þó hafa verið að taka ábyrgð á málinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert