Reikna með að málið verði tekið fyrir að nýju

Höfuðstöðvar Landsnet. Mynd úr safni. Fyrirtækið reiknar með að Þingeyjarsveit …
Höfuðstöðvar Landsnet. Mynd úr safni. Fyrirtækið reiknar með að Þingeyjarsveit taki framkvæmdaleyfi vegna Þeistareykjalínu fyrir að nýju. mynd/Landsnet

Landsnet reiknar með að sveitastjórn Þingeyjarsveitar taki framkvæmdaleyfi vegna Þeistareykjalínu fyrir að nýju og fari yfir þær athugasemdir sem fram komu í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Úrskurðarnefndin hafnaði í dag kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sveitastjórnar Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, en felldi úr gildi framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins fyrir Þeistareykjalínu .

Við það fellur niður stöðvun á hluta línuleiðarinnar og hefur Landsnet því gild framkvæmdaleyfi á allri fyrirhugaðri línuleið Kröflulínu 4. „Þá er mögulegt að halda áfram framkvæmdum sem hafnar voru fyrir bráðabirgðaúrskurð um stöðvun en eftir er að ljúka eignarnámsmálum í  landi Reykjahlíðar,“ segir í tilkynningu á vef Landsnets.

Sú ákvörðun nefndarinnar að fella framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu 1 úr gildi svipi hins vegar til úrskurðar vegna framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4, en framkvæmdir á svæðinu voru ekki hafnar. 

„Landsnet reiknar með að sveitafélagið taki málið fyrir að nýju og fari yfir þær athugasemdir sem fram komu í úrskurðinum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert