Skjálfti upp á 3,5 stig

Af vef Veðurstofunnar

Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir rúmlega tvö í nótt í Bárðarbungu. Upptök skjálftans voru 2,9 km austsuðaustur af Bárðarbungu. Um það bil mínútu síðar reið skjálfti sem mældist 2,3 stig yfir skammt frá.

Rúmlega 400 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í síðustu viku, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Skjálftahrina varð í vikulokin við Fagradalsfjall og í henni varð stærsti skjálfti vikunnar, 2,9 stig að stærð. Smáhrina varð skammt norðaustur af Eldey á Reykjaneshrygg fyrri hluta vikunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert