Skúli í Subway með hæsta tilboð í Fell

Jökulsárlón er afar fjölsóttur viðkomustaður ferðafólks. Fell er líka eftirsótt.
Jökulsárlón er afar fjölsóttur viðkomustaður ferðafólks. Fell er líka eftirsótt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárfestingarfélag í eigu Skúla G. Sigfússonar, eiganda Subway-veitingastaðakeðjunnar, býður best í jörðina Fell við Jökulsárlón.

Söluferli jarðarinnar er að ljúka og mun sýslumaður taka afstöðu til fyrirliggjandi tilboða í næstu viku.

Jörðin Fell, sem á austurbakka Jökulsárlóns, þar sem siglt er út á lónið, hefur verið í söluferli hjá sýslumanninum á Suðurlandi til slita á sameign. Í gær voru kynnt ný tilboð. Það hæsta er upp á 1.170 milljónir króna. Það er frá fjárfestingarfélagi Skúla í Subway, samkvæmt heimildum blaðsins. Annað hæsta tilboðið er endurnýjað tilboð frá Gísla Hjálmtýssyni hjá Thule Investments, upp á 1,1 milljarð. Það var ekki tekið gilt í fyrra skiptið, þar sem ekki fylgdu tryggingar fyrir greiðslu kaupverðs. Þriðja tilboðið er endurnýjað tilboð frá Landsbréfum upp á 750 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert