Varasöm ísing á stígum

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Mjög hefur kólnað á höfuðborgarsvæðinu og er varasöm ísing á mörgum göngu- og hjólreiðastígum. 

Haraldur Eiríksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við að það verði hált eitthvað áfram, eða þangað til sólin nær að verma jörðina. Miklar líkur séu á að ísing eigi eftir að gera ýmsum lífið leitt í fyrramálið þar sem veðurhorfur fyrir morgundaginn eru svipaðar veðrinu í dag. Veðrið er mjög gott á höfuðborgarsvæðinu og hitinn rétt fyrir ofan frostmark. 

Veðurspá fyrir höfuðborgarsvæðið:

Suðvestan 5-13 m/s en vestan 10-15 um tíma síðdegis og í kvöld. Skúrir eða él, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur og þurrt seint á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert