51 kr. fyrir mjólkina

Verð fyrir innvegna mjólk umfram kvóta lækkar um áramót um …
Verð fyrir innvegna mjólk umfram kvóta lækkar um áramót um 15 krónur á lítrann. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verð fyrir innvegna mjólk umfram kvóta lækkar um áramót um 15 krónur á lítrann. Stjórn Auðhumlu, móðurfélags Mjólkursamsölunnar, ákvað það í gær. Verðið verður samt sem áður yfir verði sem útfluttar afurðir skila að meðaltali.

Bændur hafa fengið fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innlagða mjólk síðustu árin, hvort sem hún er innan kvóta eða umfram. Framleiðsla jókst mjög á síðasta ári og fyrstu mánuðum þessa árs og er talsvert umfram þarfir innanlandsmarkaðar.

Auðhumla hóf innheimtu á 20 króna innvigtunargjaldi á lítra 1. júlí sl. til að slá á framleiðslu. Jafnframt hefur verið búist við að frá komandi áramótum yrði aðeins greitt það verð fyrir umframmjólk sem útflutningur skilar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert