Áslaug Arna: „Frekari stytting valfrelsi“

Ummæli Áslugar í Krakkafréttum RÚV hafa vakið athygli.
Ummæli Áslugar í Krakkafréttum RÚV hafa vakið athygli. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir tilkynningu Kennarasambands Íslands vera einkennilega í ljósi þess að alþingiskosningar fari fram á morgun. Í svari Áslaugar Örnu á Facebook-síðu hennar segir: „Persónulega tel ég að það þurfi einbeittan brotavilja til að misskilja þessi ummæli mín svona hrapallega.“ 

Frétt mbl.is: Óska sara vegna ummæla ritara

Í samtali við mbl.is sagði Áslaug Arna að það væri framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins að íslensk ungmenni útskrifuðust á svipuðum tíma og jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum okkar.

„Við erum auðvitað búin að stytta framhaldsskólanám um eitt ár og það er bara ákveðin framtíðarsýn sem ég var að lýsa [í myndbandinu].“

Spurð um hvort frekari stytting á skólagöngu sé hluti af þeirri sýn segir Áslaug að slíkt eigi að vera val einstaklingsins. „Frekari stytting á að vera valfrelsi. Það á til dæmis að vera meira valfrelsi að fara beint úr 9. bekk í menntaskóla, að mínu mati.“ Hún segir þau einnig hafa litið til þess hvort börn eigi að hefja grunnskólanám 5 ára í stað 6 ára.

„Þetta þarf auðvitað að skoða og þetta er bara svona framtíðarsýn sem við stefnum að. Það hefur alltaf verið hávær krafa um að bera okkur saman við norrænt menntakerfi og þá hljótum við að líta til þess sama hvort það varðar hversu lengi við erum í námi eða námsstyrki og fleira. Þessi andstaða við svona hugmyndir er verulega sérstök. Það er ótrúlega skrýtið að misskilja þessi orð svona hrapallega eins og þau eru að gefa í skyn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert