Ljósleiðari í sundur í Eyjafjarðarsveit

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. mynd/Ólafur Rúnar

Á fjórða tímanum í dag fór í sundur ljósleiðari við bæinn Vaglir í Eyjafjarðarsveit þegar undirbúa átti viðgerð á strengnum vegna bilunar sem kom fyrst upp í vor. Atvikið núna hefur víðtæk áhrif fram í Eyjafjarðarsveit að sögn Ólafs Rúnars Ólafssonar sveitarstjóra, en einhverjir bæir gætu jafnvel verið alveg sambandslausir.

Bilunin kom fyrst upp í vor að sögn Ólafs og var þá gert við strenginn til bráðabirgða. Ólafur segir að viðgerðamenn hafi nú verið að undirbúa fullnaðarviðgerð þegar grafið var í strenginn. Segir Ólafur að miðað við svör viðgerðamanna megi gera ráð fyrir að viðgerð klárist seinna í kvöld.

Ljósleiðarinn á þessu svæði hefur ekki bara áhrif fyrir net- og sjónvarpstengingar heldur segir Ólafur að þetta geti haft áhrif á farsímasamband á vissum stöðum. Segir hann að meðal annars sé allavega einn bær alveg sambandslaus í augnablikinu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert