Ræddu jarðhitamál og orkusamstarf

Geir H. Haarde, sendiherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, …
Geir H. Haarde, sendiherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Elizabeth Sherwood-Randall, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna,

Jarðhitamál og samstarfs ríkja á norðurslóðum á sviði orkumála voru rædd á fundi þeirra Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Elizabeth Sherwood-Randall, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington  í gær.

Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi einnig rætt starf Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og verkefni Íslendinga um heim allan á sviði jarðhita. „Þá kom fram gagnkvæmur áhugi til enn frekara samstarfs ríkjanna á sviði sjálfbærrar orkunýtingar,“ segir í tilkynningunni. 

Ragnheiður Elín hélt einnig erindi í Georgetown-háskóla í gær, þar sem áherslur Íslands og staða á sviði orkumála, nýsköpunar, ferðamála og sjálfbærni var helsta umræðuefnið. Þá fundaði ráðherra með dr. Pierre Audinet, aðalorkuhagfræðingi Alþjóðabankans, um  jarðhitamál og loks flutti ráðherra ávarp hjá bandarísku hugveitunni Atlantic Council um  nýsköpun og orkumál.

Þá mun Ragnheiður Elín í dag eiga fund um málefni orkumála á norðurslóðum með fulltrúum Fulbright Arctic Initiative Energy Group.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert