Samningsaðilar nálgast

Fiskiskip bundin við bryggju í Hafnarfirði.
Fiskiskip bundin við bryggju í Hafnarfirði. mbl.is/ÞÖK

„Menn hafa nálgast en ekki fjarlægst og við erum ekki í átökum,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær.

Valmundur segir að ákveðið hafi verið að vinna í ákveðnum málum um helgina og koma svo aftur til samninga hjá sáttasemjara á mánudag og þriðjudag. Þá komi í ljós til hvers þessi vinna leiði.

Sjómannasambandið hefur boðað ótímabundið verkfall á fiskiskipaflotanum klukkan 23 fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Sáttafundurinn í gær var sá fyrsti síðan niðurstaða í atkvæðagreiðslu sjómanna um verkfall lá fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert