Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Skjálftavirkni undir Vatnajökli í dag.
Skjálftavirkni undir Vatnajökli í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti mældist um eittleytið í Bárðarbunguöskju í dag. Hann nam 3,1 stigi og fylgdi honum minni eftirskjálfti. 

Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta ekki óvenjuleg virkni. Undanfarið hafi virknin verið þannig að rólegum tímabilum fylgi skjálftahrina þar sem skjálftarnir eru í kringum þrjú stig. 

Þá hefur verið töluverð en dreifð skjálftavirkni um allt land í dag. Fjórir skjálftar mældust í Heklu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti um eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert