Bjarni og Guðni ræddust við í síma

Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum.
Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, ræddi við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í síma í dag. Þetta staðfesti forsetaskrifstofan í samtali við Morgunblaðið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvað Bjarna og Guðna fór á milli.

Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð hjá forseta á miðvikudag.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, staðfesti einnig í samtali við Morgunblaðið að hann hefði rætt við Bjarna í síma um helgina og þá greinir Vísir frá því að Bjarni, Óttarr og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafi átt samtal.

Er haft eftir Óttarri að þeir hafi rætt um að ekkert væri að frétta.

Morgunblaðið heyrði í Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, fyrr í dag en hún sagðist ekki hafa heyrt í Bjarna um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert