Gríðarlega erfiðar björgunaraðstæður

Rúmlega 200 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Snæfellsnesi í …
Rúmlega 200 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Snæfellsnesi í gær. Skjáskot

„Lokametrarnir á ansi erfiðum degi - Ég er ákaflega stoltur af að vera hluti af þessari heild sem hugsar í lausnum en ekki vandamálum með samvinnu en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi.“

Þetta skrifaði björgunarsveitarmaðurinn Þór Þorsteinsson á Facebook-síðu sína en hann var einn þeirra sem komu að björgun tveggja rjúpnaskyttna á Snæfellsnesi í gær.

Skytturnar voru á rjúpnaveiðum á sunnanverðu nesinu á laugardagsmorgun en ákváðu um miðjan daginn að snúa aftur til byggða. Þeir villtust hins vegar og fundust um tvöleytið í gær, um sólarhring eftir að þeir ætluðu að halda heim á leið.

Menn­irn­ir höfðu leitað sér skjóls und­an veðrinu of­ar­lega í hlíðum Grá­borg­ar, ofan Hest­dala sem ganga inn af Kolgrafaf­irði.

Alls komu rúmlega 200 manns að björgunaraðgerðum en talsverð þoka og rigning gerði björgunarstarf erfitt. Mennirnir voru kaldir og blautir þegar þeir fundust en að öðru leyti amaði ekkert að þeim.

Myndskeið af vettvangi má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert