Clinton með 85% atkvæða á Íslandi

Mjög margir eru saman komnir á Hilton Hotel Nordica þar sem sendiráð Bandaríkjanna hefur boðið almenningi á kosningavöku. Samkvæmt blaðamanni mbl.is sem staddur er á vökunni er þar mikil og góð stemning.

Haldnar voru til gamans sérstakar forsetakosningar í salnum, þar sem viðstaddir fengu afhenta kjörseðla og gátu annaðhvort valið Hillary Clinton eða Donald Trump. Svo fór að Clinton hlaut 85% atkvæða, sem voru alls í kringum 350.

Donald Trump fékk þá 22 atkvæði en 15 skrifuðu nafn þriðja frambjóðandans Gary Johnson á kjörseðilinn. Átta skrifuðu nafn forsetafrúarinnar Michelle Obama og tveir völdu sendiherrann Robert Barber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert