Nafn rómversks keisara endurvakið

Skyldi Willy eða Húna leynast hér, en nöfnin eru leyfð?
Skyldi Willy eða Húna leynast hér, en nöfnin eru leyfð? mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stúlkur mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir eru á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, heita Snekkja og Manasína, og eins mega drengir bera nafnið Neró Reyðfjörð.

Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Snekkja brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og allmörg dæmi eru um að samnöfn séu notuð sem mannanöfn. Dæmi um slíkt eru t.d. Hrafn og Nökkvi.

Eitt þeirra skilyrða sem nöfn þurfa að uppfylla til að vera samþykkt er að þau mega ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Á þetta skilyrði reyndi þegar nefndin tók nafnið Neró fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert