Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn

Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var ...
Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir borgina tilbúna að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar lengur en nú er ráðgert, sé „alvöru vilji“ til þess að byggja upp nýjan völl í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Þriðju brautina, sem stundum er kölluð neyðarbraut, sé þó ekki hægt að opna aftur en hins vegar sé lítið mál að opna aftur sambærilega braut sem sé fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður við það væri talinn um 240 milljónir króna. Þetta kom fram á borgarafundi á Akureyri í gær.

Dagur, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, höfðu framsögu á fjölmennum fundi í menningarhúsinu Hofi. 

Eiríkur Björn sagði það kröfu Akureyringa að ekki yrði hróflað við flugvellinum í Vatnsmýrinni fyrr en önnur sambærileg eða betri lausn yrði fundin. Hann tók þannig til orða að ekki væri vinsælt að tala um mannslíf en það hlyti að mega og spurði: „Hvers vegna þurfti að leggja neyðarbrautina af áður en tryggt er að sama þjónusta í Keflavík sé komin í gagnið? Snýst flutningur á flugvellinum um að fjölga íbúum í Reykjavík eða um að veita landsbyggðinni betri þjónustu?“ Eiríkur nefndi að ábyrgðin á stöðunni væri ekki bara Reykjavíkurborgar heldur ríkisins einnig og varpaði fram þeirri spurningu hvernig á því stæði að ríkið hefði selt borginni land við flugvöllinn fyrir stuttu.

„Af hveru er ekki hlustað á raddir fólksins, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem vill að völlurinn verði áfram?“ spurði bæjarstjórinn á Akureyri.

„Stórhættulegt“

Jón Karl Ólafsson sagði grundvallarvandamál að ekki væri tekin endanleg ákvörðun þrátt fyrir að rætt hefði verið um völlinn í áratugi. Niðurstaða þyrfti að fást. Aðalmálið hvað Isavia varðaði væri reyndar sú spurning hvort Íslendingar teldu nóg að vera með einn flugvöll á suðvesturhorninu. „Svarið er nei. Það er stórhættulegt. Flugvellir geta lokast,“ sagði Jón Karl. Hann sagði umræðu í gangi víða erlendis um flugvelli í eða við borgir en hvergi þætti eðlilegt  að 400 til 500 km væru frá alþjóðaflugvelli til næsta varavallar, eins og sumir virtust telja hér á landi.

Hann minnti á að kannanir sýndu að ef innlandsflug yrði flutt til Keflavíkur myndi það líklega leggjast af, svo mikið myndi farþegum fækka.

Jón Karl sagði Isavia í sjálfu sér ekkert hafa á móti því að nýr flugvöllur yrði gerður í Hvassahrauni, þættu aðstæður þar viðunandi. Góður flugvöllur þar með nauðsynlegum hús-
um, öllum tækjum og tólum myndi hins vegar líklega kosta hátt í 100 milljarða króna að mati fyrirtækisins, ekki um hálfan þriðja tug milljarða eins og talið væri skv. skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu frá 2015, stýrihóps á vegum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group sem kannaði flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. Vert er að geta þess að Dagur B. Eggertsson var fulltrúi Reykjavíkurborgar í nefndinni.

Lengi þverpólitísk samstaða

Borgarstjóri segir að gengið hafi verið út frá því áratugum saman að á Reykjavíkurflugvelli geti verið tvær brautir og þverpólitísk samstaða um málefni flugvallarins hafi verið í borgarstjórn þar til á síðustu misserum. Sér þyki mál að linni varðandi neyðarbrautina. Hann kvaðst frábiðja sér að við borgaryfirvöld væri að sakast eða að borgaryfirvöld bæru illan hug til eða tækju ekki ábyrga afstöðu í flugöryggismálum þegar þriðja brautin væri annars vegar. Taldi hann Hvassahraun áhugaverðan kost og óábyrgt væri að kanna ekki þann möguleika, vegna hagsmuna ferðaþjónustu, landsbyggðar og höfuðborgar.

Dagur sagði ýmsa ráðherra og borgarstjóra hafa samið um málefni flugvallarins og það hefði að sínu mati spillt fyrir málinu að gera það flokkspólitískt; að draga fólk þannig í dilka í stað þess að huga að almannahagsmunum með því að ræða þróun borgarinnar og þróun byggðar í landinu.

Þyrla á Akureyri og sjúkraflugvél líka í Reykjavík?

Borgarstjóri sagðist telja innanlandsflug á tímamótum og það þyrfti að ræða. Hann sagði sjúkraflug í vexti en teldi að þar mætti gera enn betur. „Ég held það hafi verið rétt að hafa miðstöð sjúkraflugs á Akureyri,“ sagði Dagur, þótt eftir þá breytingu væru ekki vélar staðsettar á Ísafirði, Höfn og í Vestmannaeyjum eins og áður var og því þyrfti að byrja á því að fljúga frá Akureyri til að flytja sjúklinga. „Viðbragðstími er því allnokkur og hefur í ákveðnum tilfellum lengst. Þess vegna vil ég halda því fram að við eigum að huga að því að efla og bæta sjúkraflugið.“ Sagði borgarstjóri tillögur þar að lútandi hafa legið fyrir í nærri áratug sem miðuðu m.a. að því að stytta viðbragðstíma.

Því væri margt annað en þriðja brautin sem þyrfti að ræða þegar sjúkraflug bæri á góma. Til dæmis hvar þyrlur og sjúkraflugvélar væru staðsettar. „Sérfræðinganefnd lagði til árið 2012 að þyrlur yrðu staðsettar á tveimur stöðum, í Reykjavík eins og nú er, og á Akureyri.  Og að sjúkraflugvél yrði á Akureyri og í Reykjavík. Ég hef lítið heyrt þessa tillögu rædda“.

Dagur sagði breytinguna vissulega myndu kosta peninga en hún myndi hafa miklu meiri áhrif á viðbragð og öryggi í heilbrigðisþjónustu og sjúkraflutningum heldur en nákvæmlega hvar vélin lenti þegar hún kæmi með sjúkling til Reykjavíkur, ef þar finnst ásættanlegt vallarstæði. „Ég get nefnilega tekið undir að Keflavíkurflugvöllur er býsna langt í burtu.“

Borgarstjóri nefndi að skv. áðurnefndri skýrslu þyrfti 15 starfsmenn á Akureyri ef þar yrði staðsett þyrla. „Ég held það sé verkefni fyrir bæjarstjórn Akureyrar að leggjast yfir,“ sagði hann.

Akureyri gæti tekið forystu

Dagur sagðist telja tækifæri í málinu fyrir Akureyri. „Ég held að bærinn geti tekið forystu í þessum málum með því að móta sýn á hlutverk sitt sem höfuðstaður Norðurlands, lykiláfangastaður í ferðaþjónustu á Íslandi og forystuafl í miðstöð heilbrigðisþjónustu, sjúkraflugi og björgunarstarfi á Norður-Atlantshafi með gjörgæslu á sjúkrahúsinu og samningum við Grænlendinga og Færeyinga,“ sagði borgarstjóri.

Margir fundarmenn lögðu orð í belg, þar á meðal Njáll Trausti Friðbertsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýrinni, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sama stað. Hann sagði málefni Reykjavíkurflugvallar aðeins snúast um eitt: Öryggishagsmuni almennings á íslandi.

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi sem sér um sjúkraflug hérlendis, sagði m.a. að þótt borgarstjóri frábiði sér frekari umræðu um neyðarbrautina bæri hann ábyrgð á þeirri staðreynd að ef staðan yrði áfram eins og í dag væri ekki hægt, í öllum tilfellum, að koma sjúklingum til Reykjavíkur. Reynslan sýndi það, því vegna veðurs væri stundum ekki mögulegt að lenda nema á umræddri braut.

Þorkell gerði alvarlegar athugasemdir við þau orð borgarstjóra að meira máli skipti hvar vélar væru staðsettar úti um land en hvar þær gætu lent þegar komið væri með sjúklinga suður. Borgarstjóri liti svo á að meiri lægi á að komast til sjúklinga á vettvangi slyss en hvar vélin gæti lent þegar komið væri suður. „Það er ekki í samræmi við okkar reynslu,“ sagði flugstjórinn.

Dagur, sem er menntaður læknir, sagðist rökstyðja staðhæfingu sína um að fyrstu mínútur eftir slys skiptu meira máli en síðustu mínútur í flutningu með klassískri læknisfræði. Að fyrsta klukkustundin sé mikilvægasti tíminn við þær aðstæður. Fyrstu handtök skipti mestu máli um hvernig sjúklingnum vegni; menntun heilbrigðisstarfsfólks um landið, þjálfun sjúkraflutningamanna og skipulag flugsins skipti því meira máli en hvar vélin lendir; hvort þar muni 5 mínútum eða 10 mínútum. „Ég held að allir sem að koma geti verið sammála um þetta með öllum eðlilegum fyrirvörum,“ sagði Dagur.

Ekki hlutverk borgarinnar

Ólafur Oddsson, fyrrverandi héraðslæknir, sagðist hafa heyrt mörg dæmi um að mínútur í lok hefðu einmitt skipt máli fyrir sjúklinga. Beindi hann því til Dags hvort hann, bæði sem borgarstjóri höfuðborgar alls Íslands og sem læknir, væri ekki tilbúinn að vinna að einhvers konar sátt í því neyðarástandi sem nú ríkti fyrst búið væri að loka neyðarbrautinni í Reykjavík en ekki opna samskonar braut í Keflavík.

Dagur upplýsti að hann hefði sent innanríkisráðuneytinu bréf í júní á síðasta ári, eftir að Rögnunefndin skilaði af sér skýrslunni, þar sem hann lagði til að opnuð yrði samskonar braut í Keflavík ef ástæða þætti til. Hann liti ekki svo á að það væri hlutverk Reykjavíkurborgar að ákveða hvort það væri nauðsynlegt, heldur Isavia, ráðuneytisins og flugmálayfirvalda. Hann hefði þó vakið athygli á málinu. Síðan væri liðið meira en ár en hann vissi ekki til þess að mikið hefði gerst.

Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum ...
Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum á Akureyri. Til vinstri Andrea Hjálmsdóttir, fundarstýra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur ...
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur B. Eggertsson og Jón Karl Ólafsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »

Vatnavextir hafa náð hámarki

18:20 Miklir vatnavextir eru í Eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu síðustu tvo daga. Engin hætta stafar af vatninu gagnvart umferð eða nærliggjandi byggð. Meira »

40% íbúa skrifa undir óánægjuskjal

17:08 Íbúar í Fjallabyggð afhentu í dag bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem formlega er mótmælt breytingum á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Um 600 manns eða tæplega 40 prósent íbúa skrifuðu undir. Meira »

Fór líklega ofan í fyrir ofan fossinn

18:05 Sporhundur rakti slóð hælisleitandans sem fór í Gullfoss í gær að svæði fyrir ofan fossinn. Bílinn, sem lögregla beindi sjónum sínum að fljótlega eftir að rannsókn á slysinu hófst, hafði maðurinn fengið að láni en ekki er um að ræða bílaleigubíl. Meira »

Mengun ekki yfir mörk á Ylströnd

16:50 Saurkólígerlamengun við Faxaskjól var yfir mörkum í sýni heilbrigðiseftirlitsins sem er var tekið 19. júlí. Þeir voru 2.000 í 100 ml. Daginn áður, 18. júlí, þegar neyðarlokan var opnuð við dælustöðina í Faxaskjóli voru þeir heldur fleiri eða 71.000/18.000 saurkólígerlar/enterokokkar í 100 ml. Meira »

Olía lak úr rútu á Vonarstræti

16:33 Um 25 lítrar af olíu láku úr rútu á Vonarstræti og hefur götunni verið lokað meðan á þrifum stendur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var sendur einn dælubíll í útkallið en unnið er að hreinsun á hreinsibílum með sápu. Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir kókaínsmygl

16:28 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær brasilískan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á samtals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

Barnabarnið skaðbrennt eftir garðvinnu

16:14 Eftir garðvinnu með ömmu sinni hlaut Stefán, 12 ára, mikil brunasár á höndum. Útbrotin komu í ljós 48 tímum eftir að þau höfðu setið og átt gæðastund í garðinum og hreinsað til. Við athugun kom í ljós að plantan Bjarnarkló var skaðvaldurinn en hún getur valdið alvarlegum bruna og blindu. Meira »

Guðna minnst með þakklæti og hlýju

16:10 Guðni Baldursson, einn stofnenda og fyrsti formaður Samtakanna ’78, er látinn, 67 ára að aldri. Hann var brautryðjandi og óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi og margir minnast hans með miklu þakklæti og hlýhug í samantekt sem birtist á gayicleand.is Meira »

Saurkólígerlamengun í Varmá

15:24 Fiskadauðann, sem varð 14. júlí síðastliðinn í Varmá í Mosfellsbæ, má líklega rekja til skyndilegrar mengunar í Varmá vegna efnanotkunar á vatnasviði árinnar. Efnið hefur líklega borist í ána um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Meira »

Bora holur í Surtsey í rannsóknarskyni

15:06 Stærsta rannsókn frá upphafi í Surtsey hefst í ágúst. Ætlunin er að bora holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Meira »

Íbúðir koma í stað fiskvinnslu

15:25 Stórvirkar vinnuvélar vinna nú að því að rífa atvinnuhúsnæðið á Keilugranda 1 í vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggja 78 íbúðir á næstu misserum. Meira »

Vill meira eftirlit með Eiðsvík

15:09 „Við leggjum þunga á að borgaryfirvöld bregðist við og grípi til aðgerða. Okkur finnst skrítið að það sé ekki hægt að finna út hvaðan mengunin kemur,“ segir varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs um olíulekann í Grafarvogslæk. Meira »

Finna enn ekkert í brunnum

14:31 Enn er unnið að því að hreinsa upp olíumengunina í Grafarlæk í Grafarvogi. Starfsmenn Veitna hafa síðustu daga aðstoðað Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við að leita að upptökum olíumengunar sem rennur úr regnvatnskerfinu í lækinn í botni Grafarvogs. Meira »
Rafmagns / snyrti / nuddbekkur Egat Delta hægt að halla 20 g á báðum endum
Tilvalið fyrir snyrtifræðinginn, nuddarann, fótaaðgerðafræðinginn og aðra í heil...
Véla- & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig flatvagnar 1400 kg, 2500 kg og 3000 kg. Sími 848 3215 _ 9 - 21 alla daga...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....