Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn

Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var ...
Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir borgina tilbúna að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar lengur en nú er ráðgert, sé „alvöru vilji“ til þess að byggja upp nýjan völl í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Þriðju brautina, sem stundum er kölluð neyðarbraut, sé þó ekki hægt að opna aftur en hins vegar sé lítið mál að opna aftur sambærilega braut sem sé fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður við það væri talinn um 240 milljónir króna. Þetta kom fram á borgarafundi á Akureyri í gær.

Dagur, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, höfðu framsögu á fjölmennum fundi í menningarhúsinu Hofi. 

Eiríkur Björn sagði það kröfu Akureyringa að ekki yrði hróflað við flugvellinum í Vatnsmýrinni fyrr en önnur sambærileg eða betri lausn yrði fundin. Hann tók þannig til orða að ekki væri vinsælt að tala um mannslíf en það hlyti að mega og spurði: „Hvers vegna þurfti að leggja neyðarbrautina af áður en tryggt er að sama þjónusta í Keflavík sé komin í gagnið? Snýst flutningur á flugvellinum um að fjölga íbúum í Reykjavík eða um að veita landsbyggðinni betri þjónustu?“ Eiríkur nefndi að ábyrgðin á stöðunni væri ekki bara Reykjavíkurborgar heldur ríkisins einnig og varpaði fram þeirri spurningu hvernig á því stæði að ríkið hefði selt borginni land við flugvöllinn fyrir stuttu.

„Af hveru er ekki hlustað á raddir fólksins, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem vill að völlurinn verði áfram?“ spurði bæjarstjórinn á Akureyri.

„Stórhættulegt“

Jón Karl Ólafsson sagði grundvallarvandamál að ekki væri tekin endanleg ákvörðun þrátt fyrir að rætt hefði verið um völlinn í áratugi. Niðurstaða þyrfti að fást. Aðalmálið hvað Isavia varðaði væri reyndar sú spurning hvort Íslendingar teldu nóg að vera með einn flugvöll á suðvesturhorninu. „Svarið er nei. Það er stórhættulegt. Flugvellir geta lokast,“ sagði Jón Karl. Hann sagði umræðu í gangi víða erlendis um flugvelli í eða við borgir en hvergi þætti eðlilegt  að 400 til 500 km væru frá alþjóðaflugvelli til næsta varavallar, eins og sumir virtust telja hér á landi.

Hann minnti á að kannanir sýndu að ef innlandsflug yrði flutt til Keflavíkur myndi það líklega leggjast af, svo mikið myndi farþegum fækka.

Jón Karl sagði Isavia í sjálfu sér ekkert hafa á móti því að nýr flugvöllur yrði gerður í Hvassahrauni, þættu aðstæður þar viðunandi. Góður flugvöllur þar með nauðsynlegum hús-
um, öllum tækjum og tólum myndi hins vegar líklega kosta hátt í 100 milljarða króna að mati fyrirtækisins, ekki um hálfan þriðja tug milljarða eins og talið væri skv. skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu frá 2015, stýrihóps á vegum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group sem kannaði flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. Vert er að geta þess að Dagur B. Eggertsson var fulltrúi Reykjavíkurborgar í nefndinni.

Lengi þverpólitísk samstaða

Borgarstjóri segir að gengið hafi verið út frá því áratugum saman að á Reykjavíkurflugvelli geti verið tvær brautir og þverpólitísk samstaða um málefni flugvallarins hafi verið í borgarstjórn þar til á síðustu misserum. Sér þyki mál að linni varðandi neyðarbrautina. Hann kvaðst frábiðja sér að við borgaryfirvöld væri að sakast eða að borgaryfirvöld bæru illan hug til eða tækju ekki ábyrga afstöðu í flugöryggismálum þegar þriðja brautin væri annars vegar. Taldi hann Hvassahraun áhugaverðan kost og óábyrgt væri að kanna ekki þann möguleika, vegna hagsmuna ferðaþjónustu, landsbyggðar og höfuðborgar.

Dagur sagði ýmsa ráðherra og borgarstjóra hafa samið um málefni flugvallarins og það hefði að sínu mati spillt fyrir málinu að gera það flokkspólitískt; að draga fólk þannig í dilka í stað þess að huga að almannahagsmunum með því að ræða þróun borgarinnar og þróun byggðar í landinu.

Þyrla á Akureyri og sjúkraflugvél líka í Reykjavík?

Borgarstjóri sagðist telja innanlandsflug á tímamótum og það þyrfti að ræða. Hann sagði sjúkraflug í vexti en teldi að þar mætti gera enn betur. „Ég held það hafi verið rétt að hafa miðstöð sjúkraflugs á Akureyri,“ sagði Dagur, þótt eftir þá breytingu væru ekki vélar staðsettar á Ísafirði, Höfn og í Vestmannaeyjum eins og áður var og því þyrfti að byrja á því að fljúga frá Akureyri til að flytja sjúklinga. „Viðbragðstími er því allnokkur og hefur í ákveðnum tilfellum lengst. Þess vegna vil ég halda því fram að við eigum að huga að því að efla og bæta sjúkraflugið.“ Sagði borgarstjóri tillögur þar að lútandi hafa legið fyrir í nærri áratug sem miðuðu m.a. að því að stytta viðbragðstíma.

Því væri margt annað en þriðja brautin sem þyrfti að ræða þegar sjúkraflug bæri á góma. Til dæmis hvar þyrlur og sjúkraflugvélar væru staðsettar. „Sérfræðinganefnd lagði til árið 2012 að þyrlur yrðu staðsettar á tveimur stöðum, í Reykjavík eins og nú er, og á Akureyri.  Og að sjúkraflugvél yrði á Akureyri og í Reykjavík. Ég hef lítið heyrt þessa tillögu rædda“.

Dagur sagði breytinguna vissulega myndu kosta peninga en hún myndi hafa miklu meiri áhrif á viðbragð og öryggi í heilbrigðisþjónustu og sjúkraflutningum heldur en nákvæmlega hvar vélin lenti þegar hún kæmi með sjúkling til Reykjavíkur, ef þar finnst ásættanlegt vallarstæði. „Ég get nefnilega tekið undir að Keflavíkurflugvöllur er býsna langt í burtu.“

Borgarstjóri nefndi að skv. áðurnefndri skýrslu þyrfti 15 starfsmenn á Akureyri ef þar yrði staðsett þyrla. „Ég held það sé verkefni fyrir bæjarstjórn Akureyrar að leggjast yfir,“ sagði hann.

Akureyri gæti tekið forystu

Dagur sagðist telja tækifæri í málinu fyrir Akureyri. „Ég held að bærinn geti tekið forystu í þessum málum með því að móta sýn á hlutverk sitt sem höfuðstaður Norðurlands, lykiláfangastaður í ferðaþjónustu á Íslandi og forystuafl í miðstöð heilbrigðisþjónustu, sjúkraflugi og björgunarstarfi á Norður-Atlantshafi með gjörgæslu á sjúkrahúsinu og samningum við Grænlendinga og Færeyinga,“ sagði borgarstjóri.

Margir fundarmenn lögðu orð í belg, þar á meðal Njáll Trausti Friðbertsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýrinni, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sama stað. Hann sagði málefni Reykjavíkurflugvallar aðeins snúast um eitt: Öryggishagsmuni almennings á íslandi.

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi sem sér um sjúkraflug hérlendis, sagði m.a. að þótt borgarstjóri frábiði sér frekari umræðu um neyðarbrautina bæri hann ábyrgð á þeirri staðreynd að ef staðan yrði áfram eins og í dag væri ekki hægt, í öllum tilfellum, að koma sjúklingum til Reykjavíkur. Reynslan sýndi það, því vegna veðurs væri stundum ekki mögulegt að lenda nema á umræddri braut.

Þorkell gerði alvarlegar athugasemdir við þau orð borgarstjóra að meira máli skipti hvar vélar væru staðsettar úti um land en hvar þær gætu lent þegar komið væri með sjúklinga suður. Borgarstjóri liti svo á að meiri lægi á að komast til sjúklinga á vettvangi slyss en hvar vélin gæti lent þegar komið væri suður. „Það er ekki í samræmi við okkar reynslu,“ sagði flugstjórinn.

Dagur, sem er menntaður læknir, sagðist rökstyðja staðhæfingu sína um að fyrstu mínútur eftir slys skiptu meira máli en síðustu mínútur í flutningu með klassískri læknisfræði. Að fyrsta klukkustundin sé mikilvægasti tíminn við þær aðstæður. Fyrstu handtök skipti mestu máli um hvernig sjúklingnum vegni; menntun heilbrigðisstarfsfólks um landið, þjálfun sjúkraflutningamanna og skipulag flugsins skipti því meira máli en hvar vélin lendir; hvort þar muni 5 mínútum eða 10 mínútum. „Ég held að allir sem að koma geti verið sammála um þetta með öllum eðlilegum fyrirvörum,“ sagði Dagur.

Ekki hlutverk borgarinnar

Ólafur Oddsson, fyrrverandi héraðslæknir, sagðist hafa heyrt mörg dæmi um að mínútur í lok hefðu einmitt skipt máli fyrir sjúklinga. Beindi hann því til Dags hvort hann, bæði sem borgarstjóri höfuðborgar alls Íslands og sem læknir, væri ekki tilbúinn að vinna að einhvers konar sátt í því neyðarástandi sem nú ríkti fyrst búið væri að loka neyðarbrautinni í Reykjavík en ekki opna samskonar braut í Keflavík.

Dagur upplýsti að hann hefði sent innanríkisráðuneytinu bréf í júní á síðasta ári, eftir að Rögnunefndin skilaði af sér skýrslunni, þar sem hann lagði til að opnuð yrði samskonar braut í Keflavík ef ástæða þætti til. Hann liti ekki svo á að það væri hlutverk Reykjavíkurborgar að ákveða hvort það væri nauðsynlegt, heldur Isavia, ráðuneytisins og flugmálayfirvalda. Hann hefði þó vakið athygli á málinu. Síðan væri liðið meira en ár en hann vissi ekki til þess að mikið hefði gerst.

Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum ...
Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum á Akureyri. Til vinstri Andrea Hjálmsdóttir, fundarstýra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur ...
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur B. Eggertsson og Jón Karl Ólafsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verið yfirheyrðir í nótt og verða yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...