Rækta lúpínu úr Andesfjöllum

Lúpínufræ eru meðhöndluð og matreidd í Andesfjöllum.
Lúpínufræ eru meðhöndluð og matreidd í Andesfjöllum.

Gerðar verða tilraunir með ræktun á Andesfjallalúpínu hér á landi á næstu árum. Tilgangurinn er kanna notkun þessarar tegundar til uppgræðslu og fóðurframleiðslu.

Fyrstu fræjunum verður sáð næsta vor í tilraunareiti Landgræðslunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lúpínuræktunin er liður í nýju evrópsku þróunarverkefni um lífmassaframleiðslu og aðra úrvinnslu á lúpínu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir og Landgræðslan tekur þátt í ásamt fjölda stofnana og fyrirtækja í átta löndum. Evrópusambandið hefur veitt ríflega 600 milljóna króna styrk til verkefnisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert