„Æ, æ, Óttarr Proppé“

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Æ, æ, Óttarr Proppé. Ekki láta það gerast að stjórn hægriaflanna í samfélaginu verði í boði Bjartrar framtíðar þegar þið hafið betri kost í augsýn,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni í dag. Vísar hún þar til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna sem hafnar eru á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Óttars Proppé.

Frétt mbl.is: Furðar sig á Bjartri framtíð

„Ríkisstjórn umbóta og breytinga undir forystu Katrínar Jakobsdóttur [formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs] er það sem fólk kallar eftir, ekki að Björt framtíð verði hækja Engeyjarstjórnar. Það þarf að uppræta spillingu og forréttindi í samfélaginu og auka jöfnuð og réttlæti. Það verður ekki gert í slíkri stjórn,“ segir Jóhanna ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert