Alvarleg áhrif á fiskmörkuðum

Fiskiskipin hafa verið að tínast inn.
Fiskiskipin hafa verið að tínast inn. mbl.is/Árni Sæberg

Verkfall sjómanna getur haft alvarleg áhrif á markaði fyrir íslenskan fisk, sérstaklega fyrir ferskan fisk nú fyrir jólin. Það er mat stjórnenda útgerðarfyrirtækja.

Fiskiskipin hífðu inn veiðarfæri í fyrrakvöld þegar vinnustöðvun Sjómannasambands Íslands, Sjómannafélags Íslands og Verkalýðsfélags Vestfirðinga tók gildi. Skipin héldu til hafnar og voru byrjuð að tínast inn í gær. Það tekur togarana sem eru í Barentshafi hins vegar viku að sigla heim.

Í umfjöllun um sjómannaverkfallið í Morgunblaðinu í dag segir Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri Vísis í Grindavík, að verkfallið nú geti orðið miklu skaðlegra en fyrri verkföll. „Saltfiskmarkaðir eru ekki að vaxa og mjög fáir markaðir eru góðir fyrir ferskan fisk. Frakklandsmarkaður er sennilega okkar verðmætasti markaður núna og þetta er allt sett í uppnám. Markaðsaðilar þar bíða ekkert eftir að þetta verkfall klárist, frekar en annars staðar. Þeir leita bara annað eftir vörunni og við höfum ekki leyfi, hvorki við né sjómenn, til að láta það gerast,“ segir Pétur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert