Hugað að skógrækt í landgræðslu

Svartir sandar geta orðið að grænum skógum.
Svartir sandar geta orðið að grænum skógum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Landgræðsla ríkisins og Skógræktin eru að skoða nokkur gömul landgræðslusvæði í Þingeyjarsýslu með það í huga að hefja þar skógrækt.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að möguleikar kunni að vera í nokkrum gömlum skógræktargirðingum, til dæmis í Bárðardal, á Hólasandi og í Kelduhverfi. Einnig kunni að vera svæði á Vestfjörðum.

„Við ætlum að skoða þetta aðeins betur og velja svæðin vel. Við viljum taka þau svæði þar sem von er á mestum og bestum árangri í skógrækt,“ segir Þröstur í umfjöllun um áform þessi í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert