Tvöfaldar framleiðslu í Dýrafirði

Frá Dýrafirði.
Frá Dýrafirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Arctic Sea Farm hf. hyggst nýta heimildir sem Dýrfiskur hafði aflað sér til að tvöfalda eldið í Dýrafirði. Framleidd verða allt að 4.000 tonn af laxi á ári, í stað 2.000 tonna sem leyfi er nú fyrir.

Umhverfisstofnun hefur gert tillögu að starfsleyfi til aukinnar framleiðslu. Umhverfismat var gert fyrir allt að 4.000 tonna framleiðslu á ári á regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði. Aðstæður hafa breyst og nú stefnir fyrirtækið að því að einbeita sér að laxeldi.

Arctic Sea Farm hefur leyfi fyrir sjókvíum í Haukadalsbót og við Gemlufall. Nú bætist við þriðji staðurinn, við Eyrarhlíð. Eldið verður kynslóðaskipt. Að jafnaði verður laxinn alinn á tveimur sjókvíaeldissvæðum í senn og þriðja svæðið hvílt í sex til átta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert