Lögregla birtir ekki tölur um mannfjölda

Mótmæli á Austurvelli vegna Panamaskjalanna.
Mótmæli á Austurvelli vegna Panamaskjalanna. mbl.is/Golli

Arnar Marteinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að tekin hafi verið ákvörðun um það innan lögreglunnar að gefa ekki upp fjölda fólks á fjöldasamkomum vegna gagnrýni á störf þeirra í mótmælum tengdum Panama-skjölunum.

Á þetta jafnt við um fjöldasamkomur sem tengja mætti pólitík á einn eða annan hátt sem og skemmtanir á borð við 17. júní. Ástæðan er sú að lögreglan hefur verið sökuð um að draga taum hagsmunaafla, annaðhvort með því að draga úr eða ýkja þær fjöldatölur sem hún hefur sent frá sér.

„Í Panama-mótmælunum töldu margir að við værum að gefa upp of fáa og svo var jafnvel í hina áttina, að menn töldu okkur gefa upp of marga,“ segir Arnar. Óhætt er að segja að misvísandi tölur hafi komið fram, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert