Fyrstu til veiða í kvöld

Flotinn siglir í kvöld.
Flotinn siglir í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrstu fiskiskipin halda til veiða eftir klukkan átta í kvöld þegar Sjómannasamband Ísland frestar verkfalli þeirra aðildarfélaga sem samið hafa við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Skipin halda síðan til veiða eitt af öðru næstu daga. Staðan getur þó orðið flókin um borð í sumum skipanna, ef ekki verður búið að semja við Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG), því undirmenn úr fleiri en einu félagi geta verið í áhöfn sömu skipanna.

Meirihluti sjómanna er í félögum sem samið hafa. Verkfalli þeirra verður frestað til 14. desember, á meðan sjómenn greiða atkvæði um samningana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert