Katrín og Bjarni ræddu saman eftir viðræðuslitin

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna,
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu saman í dag eftir að Bjarni hafði slitið viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta staðfestir Katrín í samtali við mbl.is. Samkvæmt heimildum mbl.is fór Bjarni á fund Katrínar.

Katrín segir að þau hafi aðeins átt mjög stutt samtal þar sem Bjarni hafi verið að kanna hug hennar í tengslum við stjórnarmyndanir. „Ég ætla samt ekki að fara að vitna í tveggja manna samtöl,“ sagði Katrín.

Hún segir að ekki liggi fyrir hvað muni fara fram á fundi Bjarna og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem hófst núna klukkan fimm. „Eins og kunnugt er getur Bjarni óskað eftir því að fara í viðræður við aðra, til dæmis okkur,“ segir Katrín. Að öðrum kosti geti hann skilað inn umboðinu. Segir hún að nú sé bara að bíða og sjá hvað gerist.

Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að boða til fundar hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins klukkan 19.30.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert