Stjórnarmyndunarviðræðum slitið

Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson
Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson Eggert Jóhannesson

Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur verið slitið, en viðræðurnar hófust formlega á föstudaginn. Ástæða viðræðnanna er ágreiningur um sjávarútvegsmál sem ekki náðist sátt um.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands eftir kosningar. Eftir að hafa rætt við formenn allra flokkanna ákvað hann að hefja formlegar viðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. Möguleg ríkisstjórn þessara flokka hefði haft 32 sæti af 63 á Alþingi, eða minnsta mögulega meirihluta.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert