Þetta er drasl og hjólhýsagarður internetsins

Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera ...
Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera sannleik, sagði Óli Örn Atlason um ýmsar íslenskar vefsíður sem hann telur innihalda vafasamt efni. AFP

„Ég segi við krakkana - hættið að láta bjóða ykkur þennan viðbjóð. Þetta er drasl og ég kalla þetta hjólhýsagarð Internetsins,“ sagði Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem hélt fyrirlestur á  morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum í morgun þar sem umræðuefnið var netnotkun barna og ungmenna. Fyrirlestur hans bar heitið Get ég treyst á Sjomlatips eða Beautytips?  

Tilefni þessara ummæla voru þó ekki þær síður, heldur nokkrar tilteknar íslenskar fréttavefsíður þar sem hlutverk kynjanna eru sett fram á býsna íhaldssaman hátt og ýmsar vafasamar upplýsingar settar fram sem sannleikur eða sem staðfestar fréttir. „Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera sannleik,“ sagði Óli Örn í fyrirlestri sínum.

Óli Örn veitir félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi forstöðu og hann heldur reglulega fræðslufundi um samskipti á netinu á vegum SAFT. Markmið fræðslunnar er m.a. að hvetja ungmenni til rökhugsunar og hann leggur áherslu á að valdefla stelpur. Hann segir að mörgum vinsælum Instagram töggum sé markvisst beint að stelpum og nefndi í því sambandi #sextagram, #bikinibridge og #chasingperfection þar sem tiltekið útlit eða hegðun er sýnt sem eftirsóknarvert. „Þetta er enn ein leiðin til að segja stelpum hvernig þær eiga að vera til að þóknast strákum,“ sagði Óli Örn.

Stuðningur á samfélagsmiðlum

Hann sagðist hafa orðið þess áskynja að margar stúlkur treystu á Facebookhópinn Beauty Tips og aðra álíka hópa til að fá ýmis ráð. „Það er mikið af alvöru úrræðum þarna og þarna fá stelpur oft stuðning. Reyndar er þarna líka oft staðfesting á því sem þær vilja heyra,“ sagði Óli Örn og sagði það sama eiga við um strákahópinn Sjomlatips á Facebook.

Óli Örn sagðist gera mikið af því að ræða örugga notkun netsins við ungmennin. Að taka tölvur eða netþjóna úr sambandi sé ekki lausn á of mikilli eða óviðeigandi netnotkun unglinga. Miklu máli skipti að til sé vettvangur til að ræða netnotkun ungmenna. „Það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem vinna með börnum komi að borðinu,“ sagði Óli Örn.

Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál sem varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna, meðal þeirra eru Embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Reykjavíkurborg, Heimili og skóli, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Umboðsmaður barna.

Hér má sjá alla fyrirlestrana sem voru á morgunverðarfundinum í dag.Óli Örn Atlason. Hann segir að það að taka tölvur ...
Óli Örn Atlason. Hann segir að það að taka tölvur eða netþjóna úr sambandi sé ekki lausn á of mikilli eða óviðeigandi netnotkun unglinga.
mbl.is

Innlent »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær æfintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...