Rannsókn nauðgunar á viðkvæmu stigi

Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi.
Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar sem var kærð til lögreglunnar seint í gærnótt. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er fórn­ar­lambið banda­rísk stúlka sem var gest­ur á hót­eli í miðbæ Reykja­vík­ur.

„Það hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en við erum að vinna úr vísbendingum sem við höfum fengið,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi.

Frétt mbl.is: Ferðamaður kærði nauðgun í nótt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert