Þriðjungur kennara í Dalskóla sagt upp

Dalskóli er í Úlfarsárdal
Dalskóli er í Úlfarsárdal Eggert Jóhannesson

Þriðjungur kennara í Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík eru búnir að segja upp og hyggjast flestir kennarar skólans segja upp á næstunni nema að samningaviðræður kennara muni skila þeim mun meiri launahækkun. Þetta kom fram á fundi kennara í skólanum, en þeir eru mjög ósáttir með launakjör sín.

Frétt mbl.is: Með uppsagnarbréfið í vasanum

Frétt mbl.is: Þolinmæðin er á þrotum

Frétt mbl.is: Þyngra og alvarlega hljóð

Sagt var frá málinu í kvöldfréttum RÚV og staðfestir Ásta Bárðardóttir við mbl.is að af 18 kennurum við skólann séu sex búnir að segja upp. Á fundinum hafi komið fram að alls 15 muni segja upp nema miklar hækkanir verði á launum.

Ásta segir að uppsagnirnar hafi byrjað á mánudaginn, en undanfarna daga hefur mikil ólga verið í röðum kennara og mættu um 1.000 manns á fund í Háskólabíói á þriðjudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert