Virtust sáttir við andvirði Borgunar

Landsbankinn vann verðmat löngu eftir að Borgun var boðin á …
Landsbankinn vann verðmat löngu eftir að Borgun var boðin á tilteknu verði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að tilboð fjárfestahóps í hlut Landsbankans í Borgun var komið fram sendi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, öðrum stjórnanda við bankann um miðjan apríl 2014 tölvupóst þar sem hann lagði til að Íslandsbanka yrði boðinn 31,2% hlutur bankans til kaups.

Lagði bankastjórinn þetta til með fyrirvara um samþykki bankaráðsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans að undanförnu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Fram kemur í skýrslunni að tillagan hafði verið á þá lund að miðað yrði við sama verð og hópur fjárfesta hafði boðið í hlutinn nokkru fyrr. Bendir Ríkisendurskoðun á að ekki verði annað séð en að þegar um miðjan apríl 2014 hafi bankinn verið búinn að ákveða að selja eignarhlutinn í Borgun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert