„Þetta er mikið fagnaðarefni“

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er mikið fagnaðarefni. Númer eitt, tvö og þrjú erum við ánægð með að þessum kafla sé lokið. Við höldum ótrauð áfram og siglum í vor um leið og við getum,“ segir Ingvar Þórir Geirsson eigandi fyr­ir­tæk­isins Ice Lagoon ehf. sem er leyfilegt á nýjan leik að gera út báta á Jökulsárlóni samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. 

Fyrirtækinu er leyfilegt að gera út báta með ferðamenn á Jök­uls­ár­lóni frá landi jarðar­inn­ar Fells samkvæmt dómi Hæstirétt­ar. Hæstirétt­ur sneri dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem fyr­ir­tæk­inu var bannað að gera út báta með ferðamenn á staðnum.  

Frétt mbl.is: Dómi um Jök­uls­ár­lón snúið við 

Spurður hvort farið verði fram á bætur vegna tjónsins sem það varð fyrir, segir Ingvar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Dómurinn er nýfallinn og ekki hafi gefist tími til að fara yfir þau mál.  

Bæj­ar­ráð Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarðar lagði dagsektir á fyrirtækið árið 2014. Þurfti það að greiða 250 þúsund krón­ur fyr­ir hvern dag sem leið án þess að það fjar­læði alla lausa­muni af svæðinu.

Frétt mbl.is: Gert að fjar­lægja eign­ir frá lón­inu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert