Hlutdeild íslenskrar tónlistar aðeins 5%

Íslenskir rapparar hafa náð í gegn á Spotify undanfarið.
Íslenskir rapparar hafa náð í gegn á Spotify undanfarið.

Svo virðist sem Íslendingar hlusti meira á erlenda tónlist en íslenska á tónlistarveitunni Spotify.

Að sögn Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEF, fer mikill meirihluti tekna frá Spotify á Íslandi til erlendra höfunda. „Af þeim tekjum sem STEF fær frá Spotify á Íslandi sendum við 95% til erlendra höfunda og 5% verður eftir á Íslandi,“ segir Guðrún Björk.

Í Morgunblaðinu í dag segir Guðrún hlutfallið hafa haldist í kringum 5% síðustu ár en hún vonast þó til þess að eitthvað sé að breytast. „Ég hef fylgst vel með íslenskum topp listum á Spotify. Oftast hafa eitt til tvö íslensk lög verið að komast inn á þessa lista en í sumar sá ég í fyrsta skipti fleiri íslensk lög inni á topp fimmtíu. Það voru íslensku rappararnir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert