Telur að fimm flokka stjórn gæti náðst

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir mjög erfitt að átta sig á hvort Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, muni takast að mynda fimm flokka stjórn.

„Það verður reynt til þrautar með þetta en það er mjög erfitt að átta sig á því hvort það gengur. Ég held að það gæti alveg tekist,“ segir Grétar Þór.

„Svo verður maður að meta hvernig samsetningin er, hvernig málefnasamningurinn lítur út og hvar ásteytingarsteinarnir eru, ef maður ætlar að spá því hversu langlíf hún verður.“

Hálf þjóðin vildi Katrínu sem forseta

Spurður hvort Katrín sé rétta manneskjan til að leiða stjórnina kveðst Grétar Þór ekki hafa heyrt neinar raddir sem draga hana í efa. „Það er bratt ef menn ætla fyrirfram að efast um hana þegar hálf þjóðin vildi fá hana sem forseta fyrir ekki löngu síðan.“

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Rökrétt skref

Að mati Grétars er það rökrétt skref hjá Katrínu að reyna að mynda fimm flokka stjórn eftir það sem á undan er gengið. „Það er rökrétt að Vinstri græn með stjórnarmyndunarumboð horfi til stjórnar sem er frekar vinstra megin, það þarf ekkert að koma á óvart. Hvort það tekst er annar handleggur en það er ákveðin breidd á þessari stjórn,“ segir hann og nefnir að hún virðist vera sett upp sem umbótastjórn án fráfarandi stjórnarflokka.

Viðreisn og Björt framtíð staðið fast á sínu 

Hann bætir við að þótt menn virðist vera tiltölulega jákvæðir fyrirfram þá standi menn á sínum málum. Því verður fróðlegt að sjá hvernig viðræðurnar ganga. „ Við sjáum hvernig Viðreisn og Björt framtíð hafa staðið fast á sínu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Ég á ekkert von á því að þeir fari að slaka á sínum áherslum í þessa áttina heldur.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni er vonsvikinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi eftir fund sinn með Katrínu í gær að þriggja flokka stjórn væri mun betri kostur en fimm flokka.

Frétt mbl.is: Líst afleitlega á fimm flokka stjórn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur. mbl.is/Golli

Grétar segir slíka stjórn tölfræðilega vera inni í myndinni og Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti þá að vera inni í henni. „Það þarf ekki að koma á óvart að hann [Bjarni]  vísi til þess. Auðvitað er hann vonsvikinn yfir því að tilraunir hans hafi ekki tekist, alla vega enn sem komið er. Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, nálgast þetta heldur meira diplómatískt en þeir tveir virðast vera utan við allar hugmyndir, alla vega í bili.“

Birgitta Jónsdóttir eftir fundinn með Katrínu Jakobsdóttur. Smári McCarthy ræðir ...
Birgitta Jónsdóttir eftir fundinn með Katrínu Jakobsdóttur. Smári McCarthy ræðir í bakgrunni við fjölmiðla. mbl.is/Golli

Ekki algjörir græningjar

Sigurður Ingi dró stórlega í efa að fimm flokka stjórn gæti starfað saman og nefndi meðal annars reynsluleysi þeirra þingmanna sem í henni yrðu.

Frétt mbl.is: Framsókn efast um fimm flokka stjórn

Grétar segir að vissulega sé óreynt fólk innan um á Alþingi. Hann nefnir samt að hjá Pírötum sé fólk með reynslu. „Ef helmingurinn af þingflokknum er með meiri eða minni þingreynslu er ekki hægt að afgreiða þetta sem algjöra græningja. Mér finnst dálítið langt seilst þar og gert svolítið lítið úr Pírötum hvað það varðar. Menn virðast vera varkárir þegar þeir eru annars vegar," segir hann.

„En talandi um reynslulítið fólk þá er hægt að minna fólk á að árið 1991 stökk Davíð Oddsson inn á þing og beint í forsætisráðuneytið, án þess að hafa nokkurn tímann verið á þingi, þannig að reynsluleysið hefur ekki alltaf flækst fyrir mönnum,“ greinir Grétar frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...