Fjöldi kæra borist frá foreldrum

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur borist fjöldi kæra frá foreldrum barna á hendur manninum sem handtekinn var í síðustu viku, grunaður um að áreita ung­ar stúlk­ur og birta mynd­ir af þeim á net­inu. Þetta segir Jón Hall­dór Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Í samtali við mbl.is segir hann rannsókninni miða vel. Foreldrar barnanna séu almennt ánægðir með störf lögreglu og viðbrögð hennar.

Er maðurinn grunaður um að hafa haldið úti vefsíðu með tug­um mynda af stúlk­um und­ir lögaldri, sem hann sagðist gera út í fylgd­arþjón­ustu.

Maðurinn, sem er er­lend­ur og á fimm­tugs­aldri, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald og mun sæta því fram á föstudag, að minnsta kosti.

Frétt mbl.is: Grunaður um að áreita ungar stúlkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert