Frítekjumark lækkar um 84 þúsund

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er kerfisbreyting og hugsunin með því er að koma til móts við þá sem eru með lágar eða litlar aðrar tekjur en almannatryggingar. Þeir sem eru með háar aðrar tekjur úr lífeyrissjóðum munu þá ekki fá sambærilegan stuðning eins og áður, en langflestir koma mun betur út við breytinguna.“

Þetta segir Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, en nýlegar breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfi hafa valdið áhyggjum meðal ellilífeyrisþega á vinnumarkaði og kallað fram gagnrýni, m.a. í aðsendum greinum í Morgunblaðinu, þar sem breytingarnar eru sagðar atvinnuletjandi fyrir eldri borgara. Vísað er sérstaklega til þess að frítekjumark atvinnutekna hafi verið lækkað úr 109 þús. kr. í 25 þús. krónur, eða um 84 þúsund kr.

Landssamband eldri borgara (LEB) tekur undir þá gagnrýni sem snýr að lækkun frítekjumarksins. „Auðvitað er það jákvætt að ekki skipti máli lengur hver uppruni teknanna er varðandi frítekjumarkið en það er allsendis óviðunandi hvað það er lágt,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður LEB, en 25.000 kr. frítekjumark á m.a. atvinnutekjur sé ekki atvinnuhvetjandi.

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna í kjölfar breytinga á almannatryggingalögum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert