Meira en 150 á neyðarmóttöku í ár

Eyrún B. Jónsdóttir hjá neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota.
Eyrún B. Jónsdóttir hjá neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota. mbl.is/ÞÖK

Að meðaltali eru árlega skráð 125-135 mál á neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota á bráðadeild Landspítalans. Í ár eru málin orðin yfir 150.

Þetta kom fram í erindi Eyrúnar B. Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings á bráðadeildinni, sem nú er að láta af störfum sem forstöðumaður móttökunnar, en af því tilefni var haldið málþing henni til heiðurs.

Þolendur sem á deildina koma eru á öllum aldri en langflestir 18-25 ára. Brotin eru langflest um helgar og að næturlagi. Komur eru flestar yfir sumarmánuðina. Í fyrra leituðu 133 í móttökuna og af því enduðu 62 mál með kæru. Árið 2014 voru málin 123 og kærurnar 50. Til samanburðar má nefna að árið 1993 voru komur á neyðarmóttökuna 46 og fóru 26 málana í kærumeðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert