Berklasmit í hópi hælisleitenda

Mikill fjöldi hælisleitenda hefur komið hingað til lands.
Mikill fjöldi hælisleitenda hefur komið hingað til lands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vitað er um staðfest berklasmit milli hælisleitenda sem hýstir hafa verið í búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunar.

Tilfellin eru hins vegar sögð heyra til undantekninga þar sem öllum hælisleitendum er gert að gangast undir læknisskoðun til að kanna hvort viðkomandi sé haldinn smitsjúkdómi eða öðrum sjúkdómi sem veita þarf meðferð við.

„Þeir sem eru með berkla eða aðra smitsjúkdóma eiga að finnast mjög fljótt og fá þá í kjölfarið viðeigandi meðferð. Það getur hins vegar alltaf gerst að einhverjir komist í gegnum netið, en það er í algerum undantekningum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Morgunblaðinu í dag og bætir við að læknisskoðunin sé gerð skömmu eftir komuna til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert