Katrín liggur enn undir feldi

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara enn að meta stöðuna. Ég gerði þingflokknum grein fyrir stöðunni á stuttum fundi í gær og við ætlum að hittast aftur núna fyrir hádegi og fara yfir hana,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is.

Stjórnarmyndunarviðræður VG, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar runnu út í sandinn í gærkvöld en þær höfðu þá staðið í nokkra daga. Katrín hefur enn stjórnarmyndunarumboð og getur því annað hvort skilað því aftur til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, eða kannað aðra möguleika til stjórnarmyndunar.

Spurð að því hvort hún hafi heyrt í forsetanum segist hún ætla að heyra í honum símleiðis fyrir hádegi til þess að gera honum grein fyrir stöðu mála. En enginn formlegur fundur hafi verið ákveðinn með honum. Katrín sagðist í gærkvöldi ætla að sofa á málinu. „Maður verður bara aðeins að gefa sér tíma til þess að meta stöðuna,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert