Hópur Makedóna óskaði eftir hæli

Þórhildur Ósk Hagalín
Þórhildur Ósk Hagalín

Alls komu hingað til lands sjö hælisleitendur síðastliðinn miðvikudag, allir frá Makedóníu, sem skilgreint er sem öruggt land og ríkir þar því hvorki stríðsástand né neyð.

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir yfir 200 hælisleitendur hafa komið hingað til lands í þessum mánuði og styttist nú óðum í að heildartalan frá áramótum nái 1.000. Stór hluti þessa fólks kemur frá Makedóníu og Albaníu sem bæði eru skilgreind sem örugg ríki. Synjunarhlutfall er því mjög hátt í þessum hópi.

„Það hefur ákveðin flugleið verið notuð í gegnum Ungverjaland sem skilað hefur hingað stórum hópum, en ég hef ekki upplýsingar um hvort þetta fólk kom með henni,“ segir Þórhildur Ósk og bætir við að áðurnefnd flugleið skili almennt stórum hópum hælisleitenda hingað til lands tvisvar sinnum í viku, þ.e. á sunnudögum og miðvikudögum.

Nýverið var greint frá því þegar Útlendingastofnun gerði samning um leigu á gamla Herkastalanum í Reykjavík í þeim tilgangi að hýsa þar hælisleitendur. Aðspurð segir Þórhildur Ósk stofnunina vera að gera fleiri leigusamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert