Læknar sviptir leyfi

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum.

Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna, í Fréttablaðinu í dag.

„Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur.

Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. 

Frétt Fréttablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert