Notendum Oxýcódons fjölgaði um 29,5%

Ísland er í dag með mestu notkun Norðurlandaþjóða af sterkum …
Ísland er í dag með mestu notkun Norðurlandaþjóða af sterkum verkjalyfjum. mbl.is/Golli

Notendum lyfsins Oxýcódons fjölgaði um 29,5% milli áranna 2014, er þeir voru 1.567, og 2015, er þeir voru orðnir 20.29. Þetta kemur fram í frétt á vef Landlæknis.

Í fréttinni eru teknar saman upplýsingar um mest sóttu ávanabindandi lyfin á þessum tveimur árum. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki, 6,5% fleiri en árið 2014 er þeir voru 37.022. Einnig fjölgaði þeim um 8% milli ára sem fengu Parkódín forte.

Fjölgun notenda endurspeglar að einhverju leyti þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi, segir í frétt Landlæknisembættisins.  

Ísland er í dag með mestu notkun Norðurlandaþjóða af sterkum verkjalyfjum (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfjum (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfjum (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfjum (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert