Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu

Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru ...
Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru gestir hjá Helga Seljan í þættinum Vikulokin á Rás 1.

Það kom Theódóru S. Þorsteinssdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar og Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, á óvart að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og  Samfylkingar sl. miðvikudag. Þetta kom fram í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan á Rás 1 í morgun.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hins vegar ekki hafa komið sér á óvart að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum í undanfarin tvö skipti og það hafi heldur ekki komið þeim sem hún hefur rætt við á óvart. „Þetta var fyrirsjáanlegt og forsetinn var búinn að benda á að það gæti orðið flókið að mynda stjórn,“ sagði hún.

„Við erum í þessu af heilum hug og það kom mér á óvart í bæði skiptin að það skyldi slitna svona fljótt upp úr, því mér fannst þetta ganga vel,“ segir Theódóra og kveðst telja að í fyrra skiptið hafi viðræðum verið slitið vegna veiks meirihluta og að í síðara skipti hafi mögulega ekki verið nægur vilji allra flokka til að halda vinnunni áfram.

Læstust í tæknilegum útfærslum á síðustu metrunum

„Mér fannst skorta vilja manna til að vinna nokkra klukkutíma í viðbót, það var ekkert farið að reyna á að ná málamiðlunum,“ sagði Logi og bætir við: „Ég held það sé gott að þetta sé svona flókið því samfélagið er flókið.“ Stjórnmál eigi að vera list þess sem áður var talið ómögulegt en hægt er að koma í framkvæmt.

„Mér finnst við læsa okkur of mikið í tæknilegum útfærslum á fyrstu metrunum,“ útskýrði hann. Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hefði hins vegar verið meiri sæmd af því að gefa upp raunverulega ástæðu þess að Viðreisn sleit viðræðunum. Er Helgi spurði hver ástæðan hefði verið, kvaðst hann ekki vita það. „En ástæðan sem var gefin upp var ekki raunveruleg. Það var ekki farið að ræða skattamál þegar viðræðunum var slitið og við vissum öll að VG væri hlynnt hækkun skatta þegar við hófum viðræðurnar.“

Þykir alltaf vænt um Framsókn

Hvorki Logi né Theódóra könnuðust við gagnrýni á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í morgun. „Þessi fréttaskýring er óralangt frá minni upplifun. Þetta er tilraun að ég held til að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Logi og Theódóra samsinnti því að hún hefði ekki heyrt af þessari hörðu gagnrýni á Katrínu.

Logi kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af að ekki takist að mynda stjórn. „En það gæti tekið tíma. Málefni flokkanna gera þetta erfiðara og nú er það þriðja breytan að það blasir við stjórnarkreppa og þá þurfa allir flokkar að slaka á sínum kröfum. Það er bara spennandi.“

Spurð hvernig stjórn þeim hugnist, kvaðst Logi gjarnan vilja fá einn dag í viðbót fyrir flokkana fimm sem slitu viðræðum sínum á miðvikudag til að ræða málin. „Annars þykir mér alltaf vænt um Framsókn og tengsl flokksins við velferðarmálin þótt við séum ekki sammála um stóru málin.“

Eygló sagði að sjálf ætti hún auðvelt með að ná saman með Bjartri framtíð og Samfylkingu í velferðarmálum. „En við byrjum ekki á að útiloka neinn,“ sagði hún. „Ég hef starfa með stjórnmálaflokki sem hefur ekkert alltaf verið á minni línu og tel með hafa náð ágætum árangri þrátt fyrir það.“ Hún hafi sömuleiðis átt í góðu samstarfi við fólk í Viðreisn þó hún sé ekki endilega alltaf sammála þeim.  „Tilfinning mín er sú að í öllum flokkum er fólk sem ég gæti unnið með og við erum of fljót að útiloka.“

Aðrir flokkar verða að svara fyrir Sigmund

Theódóra tók í sama streng. „Hugmyndafræðilega þá stend ég kannski lengst frá VG, en vil ekki útiloka það. Mig langar að ná breiðri sátt og þá þurfa allri að gefa eftir,“ sagði hún og bætti við að sér þætti t.d. ekkert ólíklegt að ná Sjálfstæðisflokki, VG og miðjuflokkunum saman.

Helgi ýtti fast á Eygló að svara varðandi stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, innan flokksins og hvort það þrengi ekki stöðuna að aðrir flokkar séu ófúsir að vinna með honum eða að sjá hann setjast í ríkisstjórn. „Það verða aðrir flokkar að svara þessu,“ sagði Eygló.

Og Theódóra bætti við að ekki væri hægt að horfa fram hjá umræðunni út á við – að kosið hefði verið í nú í haust vegna aðkomu Sigmundar að Panamaskjölunum. „En það eru allir flokkar með sitt og við verðum að ýta því frá okkur og máta okkur við málefnin.“

mbl.is

Innlent »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »

Samvera meginmarkmið símaleiksins

Í gær, 21:31 Stafræni samkvæmisleikurinn Triple Agent!, eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook, kemur út í dag. Hann snýst um að vera með öðrum, fremur en að hver leikmaður poti í sinn skjá. Meira »

Náttúrubörn á Hólmavík

Í gær, 21:15 „Þegar þetta var að byrja fór ég í ferðir með náttúrufræðingum, veðurfræðingum og fleirum. Þeir sögðu mér allt sem þeir vissu og svo reyni ég að miðla því til krakkanna.“ Meira »

Sjaldan séð eins sterk viðbrögð á netinu

Í gær, 21:01 „Þau eru búin að vera hér á landi í eitt hálft ár. Hún var fórnarlamb mansals í Evrópu áður en hún kom hingað. Hann er búinn að vera í vinnu hjá sama byggingarfyrirtækinu allan tímann og þau eiga átta ára dóttur sem gengur í skóla hér á landi og talar íslensku.“ Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

Í gær, 20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

Í gær, 19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

Í gær, 20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

Í gær, 19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

Í gær, 18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...