Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu

Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru ...
Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru gestir hjá Helga Seljan í þættinum Vikulokin á Rás 1.

Það kom Theódóru S. Þorsteinssdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar og Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, á óvart að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og  Samfylkingar sl. miðvikudag. Þetta kom fram í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan á Rás 1 í morgun.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hins vegar ekki hafa komið sér á óvart að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum í undanfarin tvö skipti og það hafi heldur ekki komið þeim sem hún hefur rætt við á óvart. „Þetta var fyrirsjáanlegt og forsetinn var búinn að benda á að það gæti orðið flókið að mynda stjórn,“ sagði hún.

„Við erum í þessu af heilum hug og það kom mér á óvart í bæði skiptin að það skyldi slitna svona fljótt upp úr, því mér fannst þetta ganga vel,“ segir Theódóra og kveðst telja að í fyrra skiptið hafi viðræðum verið slitið vegna veiks meirihluta og að í síðara skipti hafi mögulega ekki verið nægur vilji allra flokka til að halda vinnunni áfram.

Læstust í tæknilegum útfærslum á síðustu metrunum

„Mér fannst skorta vilja manna til að vinna nokkra klukkutíma í viðbót, það var ekkert farið að reyna á að ná málamiðlunum,“ sagði Logi og bætir við: „Ég held það sé gott að þetta sé svona flókið því samfélagið er flókið.“ Stjórnmál eigi að vera list þess sem áður var talið ómögulegt en hægt er að koma í framkvæmt.

„Mér finnst við læsa okkur of mikið í tæknilegum útfærslum á fyrstu metrunum,“ útskýrði hann. Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hefði hins vegar verið meiri sæmd af því að gefa upp raunverulega ástæðu þess að Viðreisn sleit viðræðunum. Er Helgi spurði hver ástæðan hefði verið, kvaðst hann ekki vita það. „En ástæðan sem var gefin upp var ekki raunveruleg. Það var ekki farið að ræða skattamál þegar viðræðunum var slitið og við vissum öll að VG væri hlynnt hækkun skatta þegar við hófum viðræðurnar.“

Þykir alltaf vænt um Framsókn

Hvorki Logi né Theódóra könnuðust við gagnrýni á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í morgun. „Þessi fréttaskýring er óralangt frá minni upplifun. Þetta er tilraun að ég held til að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Logi og Theódóra samsinnti því að hún hefði ekki heyrt af þessari hörðu gagnrýni á Katrínu.

Logi kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af að ekki takist að mynda stjórn. „En það gæti tekið tíma. Málefni flokkanna gera þetta erfiðara og nú er það þriðja breytan að það blasir við stjórnarkreppa og þá þurfa allir flokkar að slaka á sínum kröfum. Það er bara spennandi.“

Spurð hvernig stjórn þeim hugnist, kvaðst Logi gjarnan vilja fá einn dag í viðbót fyrir flokkana fimm sem slitu viðræðum sínum á miðvikudag til að ræða málin. „Annars þykir mér alltaf vænt um Framsókn og tengsl flokksins við velferðarmálin þótt við séum ekki sammála um stóru málin.“

Eygló sagði að sjálf ætti hún auðvelt með að ná saman með Bjartri framtíð og Samfylkingu í velferðarmálum. „En við byrjum ekki á að útiloka neinn,“ sagði hún. „Ég hef starfa með stjórnmálaflokki sem hefur ekkert alltaf verið á minni línu og tel með hafa náð ágætum árangri þrátt fyrir það.“ Hún hafi sömuleiðis átt í góðu samstarfi við fólk í Viðreisn þó hún sé ekki endilega alltaf sammála þeim.  „Tilfinning mín er sú að í öllum flokkum er fólk sem ég gæti unnið með og við erum of fljót að útiloka.“

Aðrir flokkar verða að svara fyrir Sigmund

Theódóra tók í sama streng. „Hugmyndafræðilega þá stend ég kannski lengst frá VG, en vil ekki útiloka það. Mig langar að ná breiðri sátt og þá þurfa allri að gefa eftir,“ sagði hún og bætti við að sér þætti t.d. ekkert ólíklegt að ná Sjálfstæðisflokki, VG og miðjuflokkunum saman.

Helgi ýtti fast á Eygló að svara varðandi stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, innan flokksins og hvort það þrengi ekki stöðuna að aðrir flokkar séu ófúsir að vinna með honum eða að sjá hann setjast í ríkisstjórn. „Það verða aðrir flokkar að svara þessu,“ sagði Eygló.

Og Theódóra bætti við að ekki væri hægt að horfa fram hjá umræðunni út á við – að kosið hefði verið í nú í haust vegna aðkomu Sigmundar að Panamaskjölunum. „En það eru allir flokkar með sitt og við verðum að ýta því frá okkur og máta okkur við málefnin.“

mbl.is

Innlent »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »

Stillt upp hjá Sjálfstæðismönnum

14:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Meira »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...