Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu

Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru ...
Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru gestir hjá Helga Seljan í þættinum Vikulokin á Rás 1.

Það kom Theódóru S. Þorsteinssdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar og Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, á óvart að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og  Samfylkingar sl. miðvikudag. Þetta kom fram í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan á Rás 1 í morgun.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir það hins vegar ekki hafa komið sér á óvart að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum í undanfarin tvö skipti og það hafi heldur ekki komið þeim sem hún hefur rætt við á óvart. „Þetta var fyrirsjáanlegt og forsetinn var búinn að benda á að það gæti orðið flókið að mynda stjórn,“ sagði hún.

„Við erum í þessu af heilum hug og það kom mér á óvart í bæði skiptin að það skyldi slitna svona fljótt upp úr, því mér fannst þetta ganga vel,“ segir Theódóra og kveðst telja að í fyrra skiptið hafi viðræðum verið slitið vegna veiks meirihluta og að í síðara skipti hafi mögulega ekki verið nægur vilji allra flokka til að halda vinnunni áfram.

Læstust í tæknilegum útfærslum á síðustu metrunum

„Mér fannst skorta vilja manna til að vinna nokkra klukkutíma í viðbót, það var ekkert farið að reyna á að ná málamiðlunum,“ sagði Logi og bætir við: „Ég held það sé gott að þetta sé svona flókið því samfélagið er flókið.“ Stjórnmál eigi að vera list þess sem áður var talið ómögulegt en hægt er að koma í framkvæmt.

„Mér finnst við læsa okkur of mikið í tæknilegum útfærslum á fyrstu metrunum,“ útskýrði hann. Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hefði hins vegar verið meiri sæmd af því að gefa upp raunverulega ástæðu þess að Viðreisn sleit viðræðunum. Er Helgi spurði hver ástæðan hefði verið, kvaðst hann ekki vita það. „En ástæðan sem var gefin upp var ekki raunveruleg. Það var ekki farið að ræða skattamál þegar viðræðunum var slitið og við vissum öll að VG væri hlynnt hækkun skatta þegar við hófum viðræðurnar.“

Þykir alltaf vænt um Framsókn

Hvorki Logi né Theódóra könnuðust við gagnrýni á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í morgun. „Þessi fréttaskýring er óralangt frá minni upplifun. Þetta er tilraun að ég held til að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Logi og Theódóra samsinnti því að hún hefði ekki heyrt af þessari hörðu gagnrýni á Katrínu.

Logi kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af að ekki takist að mynda stjórn. „En það gæti tekið tíma. Málefni flokkanna gera þetta erfiðara og nú er það þriðja breytan að það blasir við stjórnarkreppa og þá þurfa allir flokkar að slaka á sínum kröfum. Það er bara spennandi.“

Spurð hvernig stjórn þeim hugnist, kvaðst Logi gjarnan vilja fá einn dag í viðbót fyrir flokkana fimm sem slitu viðræðum sínum á miðvikudag til að ræða málin. „Annars þykir mér alltaf vænt um Framsókn og tengsl flokksins við velferðarmálin þótt við séum ekki sammála um stóru málin.“

Eygló sagði að sjálf ætti hún auðvelt með að ná saman með Bjartri framtíð og Samfylkingu í velferðarmálum. „En við byrjum ekki á að útiloka neinn,“ sagði hún. „Ég hef starfa með stjórnmálaflokki sem hefur ekkert alltaf verið á minni línu og tel með hafa náð ágætum árangri þrátt fyrir það.“ Hún hafi sömuleiðis átt í góðu samstarfi við fólk í Viðreisn þó hún sé ekki endilega alltaf sammála þeim.  „Tilfinning mín er sú að í öllum flokkum er fólk sem ég gæti unnið með og við erum of fljót að útiloka.“

Aðrir flokkar verða að svara fyrir Sigmund

Theódóra tók í sama streng. „Hugmyndafræðilega þá stend ég kannski lengst frá VG, en vil ekki útiloka það. Mig langar að ná breiðri sátt og þá þurfa allri að gefa eftir,“ sagði hún og bætti við að sér þætti t.d. ekkert ólíklegt að ná Sjálfstæðisflokki, VG og miðjuflokkunum saman.

Helgi ýtti fast á Eygló að svara varðandi stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, innan flokksins og hvort það þrengi ekki stöðuna að aðrir flokkar séu ófúsir að vinna með honum eða að sjá hann setjast í ríkisstjórn. „Það verða aðrir flokkar að svara þessu,“ sagði Eygló.

Og Theódóra bætti við að ekki væri hægt að horfa fram hjá umræðunni út á við – að kosið hefði verið í nú í haust vegna aðkomu Sigmundar að Panamaskjölunum. „En það eru allir flokkar með sitt og við verðum að ýta því frá okkur og máta okkur við málefnin.“

mbl.is

Innlent »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...