Starfið bara fyrir Íslendinga

Davor Purusic héraðsdómslögmaður fékk þau svör frá einni ráðningarstofu að …
Davor Purusic héraðsdómslögmaður fékk þau svör frá einni ráðningarstofu að starfið sem hann sótti um væri bara fyrir Íslendinga. Ómar Óskarsson

Dæmi eru um að vel menntaðir innflytjendur, sem jafnvel hafa gengið í íslenska háskóla, þurfi að villa á sér heimildir til að eiga möguleika á atvinnuviðtali, frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Stöð 2 ræddi við héraðsdómslögmann af erlendum uppruna, sem er með íslenska háskólagráðu. Hann sótti um vinnu hjá fyrirtæki í Reykjavík, en fékk þau svör hjá ráðningarskrifstofunni að starfið væri bara fyrir Íslendinga.

Davor Purusic flutti til Íslands frá Sarajevó fyrir rúmum tveimur áratugum og er héraðsdómslögmaður með íslenska háskólagráðu. „Ég lenti á sínum tíma meðal annars í því þegar ég sótti um starf hjá opinberri stofnun, sem var auglýst í gegnum ráðningarstofu niðri í bæ, að ég fékk ekki einu sinni viðtal,“ sagði Davor.

Ráðningarstofan lét stofnunina sem um ræðir aldrei hafa umsókn Davors. Hann ákvað því að koma umsókninni áleiðis milliliðalaust. „Ég fór í viðtal og endaði á að vinna fyrir þessa stofnun í þrjú og hálft ár,“ segir Davor.

Hann segist þekkja dæmi um einstaklinga sem hafi lagt inn atvinnuumsókn með bæði íslensku nafni og erlendu og í þeim tilfellum hafi íslenska umsóknin komist mun lengra.

Málþing um mannauð innflytjenda verður haldið á vegum Rauða krossins næsta þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert