Ísland á toppnum í endurnýjanlegri orku

Nær öll raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli og …
Nær öll raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli og jarðhita. mbl.is/Rax

Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í framleiðslu á raforku er það hæsta á Íslandi af öllum löndum heims samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hér 99,99% alls rafmagns framleitt með endurnýjanlegum hætti og er Ísland að sama skapi með lægst hlutfall jarðefnaeldsneytis við raforkuframleiðslu.

Í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, kemur fram að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu hér á landi sé mun hærra en í öðrum Evrópulöndum að Noregi frátöldum þar sem 98% rafmagns eru framleitt með endurnýjanlegum hætti.

Þá er hlutfall jarðefnaeldsneytis í raforkuframleiðslu það lægsta á Íslandi, aðeins 0,01%. Það hlutfall er um og yfir 50% í um helmingi samanburðarlandanna.

Verst standa ríki eins og Eistland, Pólland og Holland þar sem hlutfalls kola, gass og olíu er í kringum 90%.

Losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti, ekki hvað síst í raforkuframleiðslu, er orsök þeirra loftslagsbreytinga sem þegar eiga sér stað á jörðinni. Helsta markmið Parísarsamkomulagsins sem skrifað var undir í desember er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu áhrif loftslagsbreytinga.

Frétt á vef Samorku

graf/Samorka
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert