40 þúsund perur lýsa upp svellið

mbl.is/Ófeigur

Skautasvellið á Ingólfstorgi var opnað af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra klukkan 17 í dag. Í fyrra skautuðu um 25.000 manns á Ingólfstorgi og um 250 þúsund manns fóru í gegnum svellið og jólaþorpið, sem er á sama stað.

Nova og Samsung eru bakhjarlar svellsins, að því er kemur fram í tilkynningu.

Eina viku tók að setja upp svellið og allt í …
Eina viku tók að setja upp svellið og allt í kringum það. Ljósmynd/Aðsend

Alls lýsa 40.000 ljósaperur upp svellið og járnavirkið er meira en á tónleikum Justins Bieber fyrr á árinu.

Frítt er inn á svellið en vilji gestir leigja skauta greiða þeir 990 krónur en 790 krónur ef greitt er með Aur-appi.

mbl.is/Ófeigur

Svellið verður opið til 2. janúar frá klukkan 12-22 en þó lokað á stórhátíðardögum. Eina viku tók að setja svellið upp.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði svellið í dag.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði svellið í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Nokkur pör settu upp hringa á svellinu í fyrra og er aldrei að vita hvað gerist nú þar sem risa diskókúla verður í hlutverki mistilteins og rómantíkin því alls ráðandi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert