Heimsmet í flugfreyjuumsóknum?

Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn ...
Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn námskeið fyrir flugliða. mbl.is/Eggert

„Í dag er algengt að maður kaupi flugmiða á netinu, innriti sig þar líka og oftar en ekki er það ekki fyrr en komið er um borð í flugvélina sem við eigum samskipti við einhvern sem vinnur hjá flugfélaginu. Oft er flugfreyjan eða -þjónninn því eini snertiflötur farþegans við fyrirtækið.“

Þetta segir Ingibjörg Lárusdóttir, forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Fyrirtækið auglýsti nýverið störf flugliða, hátt í tvö þúsund manns sóttu um þau, sem er mesti fjöldi umsókna sem borist hafa og eftir viðamikið ráðningarferli var 180 boðið að sitja grunnnámskeið fyrir flugliða.

Þetta er næststærsta einstaka ráðningin í sögu fyrirtækisins, sú stærsta var í fyrra þegar 230 voru ráðnir í störf flugliða. Í ár var tekið upp nýtt ráðningarferli sem að sögn Ingibjargar var skemmtilegt verkefni. „Við byrjuðum á að fara í þarfagreiningu til að fá skýrari mynd af hvernig fólki við erum að leita að. Við stöndum t.d. frammi fyrir nýjum áskorunum sem eru m.a. að háannatíminn hefur lengst og við þurfum því fólk sem getur unnið yfir lengra tímabil en júní, júlí og ágúst.“

Ingibjörg og fleiri sem koma að ráðningarferlinu sóttu nokkur erlend flugfélög heim, kynntu sér hvernig þau standa að ráðningum og völdu úr ýmsar aðferðir sem þau töldu geta vera árangursríkar. Þær voru síðan aðlagaðar þörfum Icelandair og aðstæðum hér á landi.

Ítarlegt ráðningarferli

„Ferlið var tvískipt,“ segir Ingibjörg. „Í fyrri hlutanum voru boðaðir 800 af þeim rúmlega 1.900 sem sóttu um starfið og tekið þriggja mínútna örviðtal við hvern og einn og almenn þekking könnuð.“

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna.
Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eftir þetta voru um 400 umsækjendur boðaðir í seinni hluta ferlisins þar sem þeim var falið að fást við ýmislegt sem upp getur komið í flugferð. Fjórir leikarar sköpuðu aðstæður sem upp geta komið um borð og umsækjendurnir voru í hlutverki áhafnar sem átti að leysa úr þeim aðstæðum. Til að gera allt sem raunverulegast fór þetta fram í flugvélaskrokki í þjálfunarsetri Icelandair. „Þannig gátum við séð hvernig umsækjendur bregðast við aðstæðum, en hluti þjálfunar flugáhafna fer þannig fram. En þetta var ekki síður gert fyrir umsækjendurna til að meta hvort þetta væri það sem þá langaði virkilega til að starfa við,“ segir Ingibjörg.

Í kjölfarið fóru umsækjendur í ítarlegt viðtal þar sem farið var yfir ferilskrá og tungumálakunnátta könnuð. Að lokum var stutt viðtal. „Við reyndum að hafa ferlið eins gagnsætt og hægt var, niðurstaðan var byggð á fimm einkunnum sem níu prófdómarar gáfu,“ segir Ingibjörg. „Mjög margir hæfir einstaklingar sóttu um og það erfiðasta er að þurfa að hafna hæfu fólki, sem við þurftum því miður vissulega að gera.“

Áðurnefnt grunnnámskeið stendur í þrjár vikur og er kennt á vegum Flugskóla Íslands. Það er bæði bóklegt og verklegt og þar er kennd skyndihjálp, flug- og veðurfræði og ýmist regluverk sem unnið er samkvæmt í háloftunum. Standist þátttakendur þær kröfur sem gerðar eru á þessu grunnnámskeiði og ítarlega læknisskoðun fara þeir á fjögurra vikna námskeið sem er á vegum Icelandair. Þar er áfram farið yfir öryggis- og þjónustuþætti og kennt á flugvélategundir fyrirtækisins.

Konur í miklum meirihluta

Þegar Icelandair auglýsti eftir flugfreyjum og -þjónum í fyrra sætti það nokkurri gagnrýni að 35 ára aldurshámark var tiltekið í auglýsingunni. Svo var ekki í ár, umsækjendur voru á breiðu aldursbili og að sögn Ingibjargar var núna ráðið fólk á aldrinum 23 til 53 ára. „Í fyrra var ákveðið að tilgreina þetta aldursbil vegna þess að við þurftum að fá fólk á tilteknum aldri til starfa til að jafna aldurssamsetninguna í hópnum. Við þurftum þess aftur á móti ekki núna.“

Í gegnum tíðina hafa konur verið í miklum meirihluta þeirra sem sækja um störf flugliða og svo er enn. „Ég held að umsóknir frá körlum nái ekki 10%. Það væri óskandi ef kynjahlutföllin væru jafnari, en konur virðast hafa meiri áhuga á starfinu en karlar,“ segir Ingibjörg.

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. Þess er krafist af umsækjendum að þeir séu með stúdentspróf eða ígildi þess, en ekki er óalgengt að í hópnum sé fólk með talsvert meiri menntun. „Þetta er upp til hópa mjög menntaður hópur. Við höfum verið með læknanema, við erum með marga hjúkrunarfræðinga, lögreglumenn, lögfræðinga, kennara, viðskiptafræðinga – þetta er öll flóran.“

Þurfa að vera við öllu búin

Spurð hvort það sé séríslenskt að fólk með svo mikla menntun starfi sem flugliðar segist Ingibjörg ekki vita til þess að það hafi verið kannað, en ekki sé ólíklegt að svo sé. „En við erum a.m.k. óskaplega stolt af þessum flotta og fjölbreytta hópi.“

Sjálf starfaði Ingibjörg sem flugfreyja í 18 ár. Hún skipti um starfsvettvang eftir að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði og starfaði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um tveggja ára skeið. En flugið heillaði aftur og dró hana aftur á heimaslóðir og í núverandi starf.

– En hvernig er góð flugfreyja eða flugþjónn?

„90% af þjálfuninni, jafnvel meira, snýr að öryggisatriðum. Við erum að búa okkur undir aðstæður sem við vonumst til að komi ekki upp, en sá sem sinnir þessu starfi þarf að vera við öllu búinn. Við viljum að tekið sé hlýlega á móti farþegum þegar þeir koma inn í flugvélarnar okkar, við leggjum áherslu á íslenska upplifun sem félagið hefur valið til að höfða til farþega sinna og vekja áhuga þeirra á Íslandi sem áhugaverðum stað til að sækja heim. Starfið sem slíkt snýst um að þjónusta farþega, þannig að lykilatriðið er rík þjónustulund og að hafa gaman af að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavinarins þó að öryggið sé alltaf númer eitt,“ segir Ingibjörg.

Jafnan sækja mörg hundruð manns um störf flugliða þegar þau eru auglýst og ekki er ólíklegt að Ísland eigi heimsmet í hlutfalli af íbúafjölda sem sækir um þessi störf. Ingibjörg segir að líklega séu margar skýringar á þessum vinsældum starfsins. „Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem engir tveir dagar eru eins, en þetta er líka mikil vinna og mikið álag sem hentar alls ekki öllum. Annars tel ég að fyrirtækið sjálft dragi að. Icelandair er traust fyrirtæki sem fagnar 80 ára afmæli sínu á næsta ári og við sem vinnum þar erum stór og samheldinn hópur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á von á að það verði af verkfallinu

22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...