Heimsmet í flugfreyjuumsóknum?

Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn ...
Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn námskeið fyrir flugliða. mbl.is/Eggert

„Í dag er algengt að maður kaupi flugmiða á netinu, innriti sig þar líka og oftar en ekki er það ekki fyrr en komið er um borð í flugvélina sem við eigum samskipti við einhvern sem vinnur hjá flugfélaginu. Oft er flugfreyjan eða -þjónninn því eini snertiflötur farþegans við fyrirtækið.“

Þetta segir Ingibjörg Lárusdóttir, forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Fyrirtækið auglýsti nýverið störf flugliða, hátt í tvö þúsund manns sóttu um þau, sem er mesti fjöldi umsókna sem borist hafa og eftir viðamikið ráðningarferli var 180 boðið að sitja grunnnámskeið fyrir flugliða.

Þetta er næststærsta einstaka ráðningin í sögu fyrirtækisins, sú stærsta var í fyrra þegar 230 voru ráðnir í störf flugliða. Í ár var tekið upp nýtt ráðningarferli sem að sögn Ingibjargar var skemmtilegt verkefni. „Við byrjuðum á að fara í þarfagreiningu til að fá skýrari mynd af hvernig fólki við erum að leita að. Við stöndum t.d. frammi fyrir nýjum áskorunum sem eru m.a. að háannatíminn hefur lengst og við þurfum því fólk sem getur unnið yfir lengra tímabil en júní, júlí og ágúst.“

Ingibjörg og fleiri sem koma að ráðningarferlinu sóttu nokkur erlend flugfélög heim, kynntu sér hvernig þau standa að ráðningum og völdu úr ýmsar aðferðir sem þau töldu geta vera árangursríkar. Þær voru síðan aðlagaðar þörfum Icelandair og aðstæðum hér á landi.

Ítarlegt ráðningarferli

„Ferlið var tvískipt,“ segir Ingibjörg. „Í fyrri hlutanum voru boðaðir 800 af þeim rúmlega 1.900 sem sóttu um starfið og tekið þriggja mínútna örviðtal við hvern og einn og almenn þekking könnuð.“

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna.
Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eftir þetta voru um 400 umsækjendur boðaðir í seinni hluta ferlisins þar sem þeim var falið að fást við ýmislegt sem upp getur komið í flugferð. Fjórir leikarar sköpuðu aðstæður sem upp geta komið um borð og umsækjendurnir voru í hlutverki áhafnar sem átti að leysa úr þeim aðstæðum. Til að gera allt sem raunverulegast fór þetta fram í flugvélaskrokki í þjálfunarsetri Icelandair. „Þannig gátum við séð hvernig umsækjendur bregðast við aðstæðum, en hluti þjálfunar flugáhafna fer þannig fram. En þetta var ekki síður gert fyrir umsækjendurna til að meta hvort þetta væri það sem þá langaði virkilega til að starfa við,“ segir Ingibjörg.

Í kjölfarið fóru umsækjendur í ítarlegt viðtal þar sem farið var yfir ferilskrá og tungumálakunnátta könnuð. Að lokum var stutt viðtal. „Við reyndum að hafa ferlið eins gagnsætt og hægt var, niðurstaðan var byggð á fimm einkunnum sem níu prófdómarar gáfu,“ segir Ingibjörg. „Mjög margir hæfir einstaklingar sóttu um og það erfiðasta er að þurfa að hafna hæfu fólki, sem við þurftum því miður vissulega að gera.“

Áðurnefnt grunnnámskeið stendur í þrjár vikur og er kennt á vegum Flugskóla Íslands. Það er bæði bóklegt og verklegt og þar er kennd skyndihjálp, flug- og veðurfræði og ýmist regluverk sem unnið er samkvæmt í háloftunum. Standist þátttakendur þær kröfur sem gerðar eru á þessu grunnnámskeiði og ítarlega læknisskoðun fara þeir á fjögurra vikna námskeið sem er á vegum Icelandair. Þar er áfram farið yfir öryggis- og þjónustuþætti og kennt á flugvélategundir fyrirtækisins.

Konur í miklum meirihluta

Þegar Icelandair auglýsti eftir flugfreyjum og -þjónum í fyrra sætti það nokkurri gagnrýni að 35 ára aldurshámark var tiltekið í auglýsingunni. Svo var ekki í ár, umsækjendur voru á breiðu aldursbili og að sögn Ingibjargar var núna ráðið fólk á aldrinum 23 til 53 ára. „Í fyrra var ákveðið að tilgreina þetta aldursbil vegna þess að við þurftum að fá fólk á tilteknum aldri til starfa til að jafna aldurssamsetninguna í hópnum. Við þurftum þess aftur á móti ekki núna.“

Í gegnum tíðina hafa konur verið í miklum meirihluta þeirra sem sækja um störf flugliða og svo er enn. „Ég held að umsóknir frá körlum nái ekki 10%. Það væri óskandi ef kynjahlutföllin væru jafnari, en konur virðast hafa meiri áhuga á starfinu en karlar,“ segir Ingibjörg.

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. Þess er krafist af umsækjendum að þeir séu með stúdentspróf eða ígildi þess, en ekki er óalgengt að í hópnum sé fólk með talsvert meiri menntun. „Þetta er upp til hópa mjög menntaður hópur. Við höfum verið með læknanema, við erum með marga hjúkrunarfræðinga, lögreglumenn, lögfræðinga, kennara, viðskiptafræðinga – þetta er öll flóran.“

Þurfa að vera við öllu búin

Spurð hvort það sé séríslenskt að fólk með svo mikla menntun starfi sem flugliðar segist Ingibjörg ekki vita til þess að það hafi verið kannað, en ekki sé ólíklegt að svo sé. „En við erum a.m.k. óskaplega stolt af þessum flotta og fjölbreytta hópi.“

Sjálf starfaði Ingibjörg sem flugfreyja í 18 ár. Hún skipti um starfsvettvang eftir að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði og starfaði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um tveggja ára skeið. En flugið heillaði aftur og dró hana aftur á heimaslóðir og í núverandi starf.

– En hvernig er góð flugfreyja eða flugþjónn?

„90% af þjálfuninni, jafnvel meira, snýr að öryggisatriðum. Við erum að búa okkur undir aðstæður sem við vonumst til að komi ekki upp, en sá sem sinnir þessu starfi þarf að vera við öllu búinn. Við viljum að tekið sé hlýlega á móti farþegum þegar þeir koma inn í flugvélarnar okkar, við leggjum áherslu á íslenska upplifun sem félagið hefur valið til að höfða til farþega sinna og vekja áhuga þeirra á Íslandi sem áhugaverðum stað til að sækja heim. Starfið sem slíkt snýst um að þjónusta farþega, þannig að lykilatriðið er rík þjónustulund og að hafa gaman af að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavinarins þó að öryggið sé alltaf númer eitt,“ segir Ingibjörg.

Jafnan sækja mörg hundruð manns um störf flugliða þegar þau eru auglýst og ekki er ólíklegt að Ísland eigi heimsmet í hlutfalli af íbúafjölda sem sækir um þessi störf. Ingibjörg segir að líklega séu margar skýringar á þessum vinsældum starfsins. „Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem engir tveir dagar eru eins, en þetta er líka mikil vinna og mikið álag sem hentar alls ekki öllum. Annars tel ég að fyrirtækið sjálft dragi að. Icelandair er traust fyrirtæki sem fagnar 80 ára afmæli sínu á næsta ári og við sem vinnum þar erum stór og samheldinn hópur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...